Peter Öqvist hefur valið A-landsliðshópinn í körfubolta sem mætir fer á Norðurlandamótið í Svíþjóð. Þetta er 12 manna hópur sem samsettur er af níu leikmönnum sem spila erlendis og þremum sem spila hér á landi, tveir úr Grindavík sem er frábær árangur. Nýliðinn í landsliðinu er Ólafur Ólafsson en Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur leikið 21 landsleiki fyrir Íslands hönd. …
Ósigur gegn Val
Grindavík tók á móti Íslandsmeisturunum í Val í gær þar sem gestirnir sigruðu 6-0 Valur gerði út um leikinn á 9 mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem þær skoruðu 4 mörk og bættu svo tveimur í viðbót við í seinni hálfleik. Anna Þórunn Guðmundsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla og vonandi að fyrirliðinn mæti fljótt aftur. …
Myndir frá Símamótinu
Símamótið fór fram í blíðskaparveðri í Kópavogi um helgina þar sem stelpur úr Grindavík kepptu Myndir frá mótinu hafa borist frá Petru Rós sem fylgdist með 6.flokki kvenna og hægt að nálgast hér eða smella á Myndir hér efst uppi á síðunni. Ef fleiri foreldrar luma á góðum myndum frá mótinu má senda þær á palli@umfg.is
Grindavík 2 – ÍBV 0
Í gær fór fram leikur Grindavíkur og í 11. umferð Pepsi deild karla. Grindavík hefur spyrnt við botninn og er að fjarlægast baráttuna um fallsætið með glæsilegum sigri á ÍBV, 2-0. Liðið í gær var að spila góðan fótbolta, fín barátta og var betri aðilinn á vellinum á meðan bæði lið voru með 11 menn inn á. Albert Sævarsson …
Gunnar í U-19
Gunnar Þorsteinsson hefur verið valinn í U-19 sem mætir Wales, Svíþjóð og Noregi á næstu dögum Það er Kristinn R. Jónsson sem er landsliðsþjálfari U19 karla og valdi hann eftirfarandi hóp stráka fædda 1994 og síðar. Leikið verður gegn Wales 19.júlí, við Svíðþjóð 21.júlí og Noreg 23. júlí. Markmenn:1 Magnús Gunnarsson Haukar2 Bergsteinn Magnússon Keflavík Aðrir leikmenn:3 Arnar Aðalgeirsson AGF4 …
Grindavík – IBV á morgun
Á morgum, sunnudag, klukkan 17:00 mætast Grindavík og ÍBV í elleftu umferð Pepsi deildar karla Er þetta jafnframt síðasti leikur í fyrri hálfleik Íslandsmótsins. Síðasti leikur þessara liða fór fram á Hásteinsvelli í fyrra sem endaði með 1-0 sigri okkar manna þar sem Hafþór Ægir skoraði sigurmarkið í miklum rokleik. ÍBV sigraði einnig útileikinn sem spilaður var í byrjun júní 2-1. …
Unglingalandsmót
Fjórtánda unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilstöðum um Verslunarmannhelgina Ungmenna og íþróttasamband Austurlands er mótshaldari og stefnt er að því að halda glæsilegt mót við góðar aðstæður. Unglingalandsmótin eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð og frábær kostur fyrir alla þá sem velja heilbrigt og vímuefnalaust umhverfi samhliða því að taka þátt í fjölbreyttri íþróttakeppni. Allir á aldrinum 11 – 18 ára …
Ingibjörg Yrsa í U17
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir hefur verið valin í U-17 landslið kvenna sem tekur þátt í úrslitakeppni EM sem fram fer í Sviss Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U17 kvenna, hefur valið hópinn er tekur þátt í úrslitakeppni EM U17 kvenna í Sviss. Þessi úrslitakeppni fjögurra þjóða stendur frá 28. – 30. júlí og leikur Ísland gegn Spáni í undanúrslitum, fimmtudaginn 28. júlí, en Spánverjar …
Vel mætt í grillveisluna hjá leikmönnum Grindavíkurliðsins
Leikmenn knattspyrnuliðs Grindavíkur buðu stuðningsmönnum sínum í grillveislu við Gula húsið í gærkvöldi og buðust jafnframt til að endurgreiða þeim aðgangseyrinn í sárabætur fyrir skelfilega frammistöðu gegn FH í vikunni. Stuðningsmenn Grindavíkur voru ánægður með framtakið hjá leikmönnunum en hátt í 50 þeirra mættu í grillið þrátt fyrir að margir Grindvíkingar séu í útilegu þessa helgina. Enginn þeirra vildi fá …
FH – Grindavík í kvöld
Grindavík mætir bikarmeisturunum frá Hafnarfirði í kvöld klukkan 19:15 á Kaplakrikavelli Bæði lið eru óánægð með upphaf mótsins og gefa allt í sölurnar til að ná í dýrmæt stig í kvöld. Leikir þessara liða hafa verið hin fínasta skemmtun og Grindavík oft náð góðum úrslitum gegn þessu besta liði landsins síðustu ára. Í fyrra sigruðu liðin sinn heimaleikinn hvor, í …