Ósigur gegn Val

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tók á móti Íslandsmeisturunum í Val í gær þar sem gestirnir sigruðu 6-0

Valur gerði út um leikinn á 9 mínútna kafla í fyrri hálfleik þar sem þær skoruðu 4 mörk og bættu svo tveimur í viðbót við í seinni hálfleik.  

Anna Þórunn Guðmundsdóttir þurfti að fara af velli vegna meiðsla og vonandi að fyrirliðinn mæti fljótt aftur.  Næsti leikur Grindavíkur er gegn Þór/KA á Akureyri á föstudaginn klukkan 18:30

Myndir frá leiknum er hægt að sjá á fotbolti.net þar sem þessi mynd að ofan er fengin frá.