Fjórir uppaldir leikmenn semja við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur skrifað undir tveggja ára samning við fjóra af ungum og uppöldum leikmönnum Grindavíkur. Þetta eru þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Óliver Berg Sigurðsson, Símon Logi Thasaphong og Viktor Guðberg Hauksson. Allir hafa þeir komið við sögu í leikjum hjá Grindavík í sumar og eiga bjarta framtíð fyrir höndum hjá félaginu. Viktor Guðberg er tvítugur varnarmaður. Hann hefur …

Freyr Jónsson til liðs við Grindavík

KnattspyrnaKnattspyrna

Freyr Jónsson hefur skrifað undir samning við Grindavík til næstu tveggja ára. Freyr er 19 ára gamall og kemur frá Akureyri. Hann hefur leikið með KA upp yngri flokka og er miðjumaður að upplagi. Freyr er fluttur á höfuðborgarsvæðið, hefur æft með Grindavík síðustu vikur og staðið sig vel. Hann verður gjaldgengur með liðinu á næstu leiktíð og verður spennandi …

Vísir, Þorbjörn og Haustak áfram aðalstyrktaraðilar knattspyrnudeildar Grindavíkur

KnattspyrnaKnattspyrna

Sjávarútvegsfyrirtækin Haustak hf, Vísir hf. og Þorbjörn hf. munu áfram styðja af krafti við Knattspyrnudeild Grindavíkur en nýr styrktarsamningur var undirritaður í dag í húsakynnum knattspyrnudeildar Grindavíkur. Pétur Hafsteinn Pálsson frá Vísi hf. og Gunnar Tómasson frá Þorbirni hf. undirrituðu nýjan samning ásamt Gunnari Má Gunnarssyni, formanni knattspyrnudeildar Grindavíkur. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára. Þessi fyrirtæki hafa um árabil …

Þorbjörn hf. áfram stór bakhjarl körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

KörfuboltiKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Þorbjörn hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Þorbjörn hf. hefur um árabil stutt dyggilega að baki körfuboltanum í Grindavík og heldur það farsæla samstarf áfram. Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Gunnar Tómasson, einn eigenda Þorbjarnar hf., undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag. „Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að eiga …

Hlé gert á æfingum barna á leiksskólaaldri

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …

Vísir einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík

KörfuboltiKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Vísir hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Vísir hf. verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík. Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Erla Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri Vísis, undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag. „Það er ómetanlegt fyrir okkur sem stöndum að baki körfuboltanum í Grindavík að …

Daníel Leó til liðs við Blackpool

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gert tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel, hefur spilað með Álasund síðan 2015 og leikið yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun þessa árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur …

Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 3. október

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 3. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning er hafin hér. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Petrúnella Skúladóttir og Katrín Ösp Rúnarsdóttir.

Sala á árskortum körfuknattleikdeildar Grindavíkur er hafin

KörfuboltiKörfubolti

Sala á árskortum hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir tímabilið 2020/2021 er hafin. Salan í ár mun fara í gegnum smáforritið Stubbur sem er hægt að nálgast í App Store og Google Play. Árskortasala er mikilvæg fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeildina og hvetjum við stuðningsmenn til að kaupa árskort á leiki Grindavíkur í vetur. Árskort gildir á bæði leiki karla og kvennaliðsins. Eftirfarandi kort …

Þorleifur tekur fram skóna

KörfuboltiKörfubolti

Þorleifur Ólafsson hefur ákveðið að taka fram körfuboltaskóna að nýju og mun leika með Grindavík í Dominosdeildinni í körfuknattleik í vetur. Þorleifur er einn allra sigursælasti leikmaður í sögu Grindavíkur og hefur unnið alla helstu titla á Íslandi með liði Grindavíkur, auk þess að spila fyrir Íslands hönd sem landsliðsmaður. Hann þurfti að leggja skónna á hilluna fyrir nokkrum árum …