Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur. Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG …
Vísir einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Vísir hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Vísir hf. verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík. Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Erla Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri Vísis, undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag. „Það er ómetanlegt fyrir okkur sem stöndum að baki körfuboltanum í Grindavík að …
Daníel Leó til liðs við Blackpool
Grindvíkingurinn Daníel Leó Grétarsson hefur yfirgefið norska knattspyrnuliðið Aalesunds FK og gert tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Blackpool FC sem leikur í ensku C-deildinni. Daníel, hefur spilað með Álasund síðan 2015 og leikið yfir 100 leiki með liðinu á þessum fimm keppnistímabilum. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun þessa árs þegar Ísland sigraði Kanada 1:0 og að auki hefur …
Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 3. október
Ungmennafélag Grindavíkur stendur fyrir íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Íþróttaskólinn hefst laugardaginn 3. október. Íþróttaskólinn verður kl. 10:00 – 10:40 á laugardögum í vetur. Skráning er hafin hér. Umsjónarmenn íþróttaskólans eru Petrúnella Skúladóttir og Katrín Ösp Rúnarsdóttir.
Sala á árskortum körfuknattleikdeildar Grindavíkur er hafin
Sala á árskortum hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir tímabilið 2020/2021 er hafin. Salan í ár mun fara í gegnum smáforritið Stubbur sem er hægt að nálgast í App Store og Google Play. Árskortasala er mikilvæg fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeildina og hvetjum við stuðningsmenn til að kaupa árskort á leiki Grindavíkur í vetur. Árskort gildir á bæði leiki karla og kvennaliðsins. Eftirfarandi kort …
Þorleifur tekur fram skóna
Þorleifur Ólafsson hefur ákveðið að taka fram körfuboltaskóna að nýju og mun leika með Grindavík í Dominosdeildinni í körfuknattleik í vetur. Þorleifur er einn allra sigursælasti leikmaður í sögu Grindavíkur og hefur unnið alla helstu titla á Íslandi með liði Grindavíkur, auk þess að spila fyrir Íslands hönd sem landsliðsmaður. Hann þurfti að leggja skónna á hilluna fyrir nokkrum árum …
Eric Wise leikur með Grindavík í vetur
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur samið við bandaríska leikmanninn Eric Wise um að leika með liðinu í vetur í Dominos-deild karla. Wise lék með Grindavík við góðan orðstír haustið 2015 en fór frá liðinu um mitt tímabil til að leika í sterkri deild í Suður-Kóreu. Grindavík hafði fyrr í sumar samið við Bandaríkjamanninn Brandon Conley um að leika með liðinu á komandi …
Tímatafla körfuknattleiksdeildar uppfærð – Ný tafla tekur gildi 23. september
Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur uppfært sína tímatöflu í samræmi við knattspyrnudeild. Er það gert til að lágmarka árekstra á milli deilda. Ný tafla hefur verið gefin út og tekur hún gildi frá og með 23. september 2020. Æfingatímar verða uppfærðir samkvæmt þessu inn í Sportabler þannig að æfingatímar séu réttir. Hvetjum forráðamenn til að skrá börn sín inn í Sportabler og …
Æfingar hjá knattspyrnudeild hefjast 23. september – Æfingatafla
Æfingar hjá knattspyrnudeild Grindavíkur hefjast á morgun, miðvikudaginn 23. september. Búið er að gefa út æfingatöflu fyrir veturinn. Hér að neðan má sjá æfingatíma hjá flokkum knattspyrnudeildar fyrir veturinn 2020/2021. 8. flokkur (2015-2017) Fimmtudaga kl. 16:50-17:30 7. flokkur kk (2013-214) Miðvikudaga 14:30-15:30 Föstudaga 13:30-14:30 7. flokkur kvk (2013-2014) Mánudaga 15:00-16:00 Fimmtudaga 13:30-14:30 6. flokkur kk (2011-2012) Þriðjudaga 15:30-16:30 Fimmtudaga 15:30-16:30 …
UMFG í samstarf við Sportabler
Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samstarfssamning við Sportabler til næstu þriggja ára. Samstarfið felur í sér að UMFG innleiðir Sportabler í allar deildir félagsins og skráir alla iðkendur í gegnum hugbúnaðinn. Við þessa breytingu hættir félagið að skrá iðkendur í gegnum Nóra. Með því að innleiða Sportabler inn í deildir UMFG mun félagið auka verulega þjónustu sína við iðkendur og forráðamenn. …