Sala á árskortum körfuknattleikdeildar Grindavíkur er hafin

Körfubolti Körfubolti

Sala á árskortum hjá körfuknattleiksdeild Grindavíkur fyrir tímabilið 2020/2021 er hafin. Salan í ár mun fara í gegnum smáforritið Stubbur sem er hægt að nálgast í App Store og Google Play.

Árskortasala er mikilvæg fjáröflun fyrir körfuknattleiksdeildina og hvetjum við stuðningsmenn til að kaupa árskort á leiki Grindavíkur í vetur. Árskort gildir á bæði leiki karla og kvennaliðsins.

Eftirfarandi kort verða til sölu í ár:
Sjötti maðurinn – 80.000 kr*
Árskort fullorðnir – 20.000 kr
Árskort unglingar 8 bekkur  13-18 ára – 10.000 kr
Árskort öryrkja og ellilífeyris – 12.000 kr
*Stuðningsmannakort sem gildir í Burger og drykk fyrir alla heimaleiki karlaliðsins í vetur.

Hægt verður að kaupa kortin í Stubb en einnig á fyrstu heimaleikjum tímabilsins.