Þorbjörn hf. áfram stór bakhjarl körfuknattleiksdeildar Grindavíkur

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Þorbjörn hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Þorbjörn hf. hefur um árabil stutt dyggilega að baki körfuboltanum í Grindavík og heldur það farsæla samstarf áfram.

Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Gunnar Tómasson, einn eigenda Þorbjarnar hf., undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag.

„Það er ekki sjálfgefið á þessum tímum að eiga stuðningsaðila líkt og Þorbjörn hf. sem stutt við körfuboltann í Grindavík af krafti um langt skeið. Með öflugum stuðningi frá atvinnulífinu í Grindavíkur hefur okkur tekist að ná frábærum árangi á íþróttasviðinu og ég er þess fullviss að á þeirri braut höldum við áfram,“ segir Ingibergur Jónasson.

Kkd. Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Þorbjarnar hf. fyrir ómentanlegan stuðning.