Vísir einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík

Körfubolti Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Vísir hf. hafa gert með sér nýjan samstarfssamning til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér að Vísir hf. verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum körfuboltans í Grindavík.

Ingibergur Jónasson, formaður kkd. Grindavíkur, og Erla Ósk Pétursdóttir, mannauðsstjóri Vísis, undirrituðu nýjan samning síðdegis í dag.

„Það er ómetanlegt fyrir okkur sem stöndum að baki körfuboltanum í Grindavík að hafa svona öflugt fyrirtæki líkt og Vísi hf. sem bakhjarl. Þeirra framlag hjálpar okkur verulega og ekki síst nú þegar það kreppir að í samfélaginu,“ segir Ingibergur Jónasson.

Vísir hf. er eitt af stærri útgerðarfyrirtækjum Grindavíkur og hefur um árabil stutt dyggilega að baki íþróttalífinu í Grindavík.

Kkd. Grindavíkur vill koma á framfæri kærum þökkum til Vísis hf.