Engin rútuferð á leikinn á morgun – á vegum Kkd.Umfg

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Spurst hefur verið fyrir um rútuferð á leikinn á morgun og ætlar Stjórn kkd.umfg, ekki að standa fyrir því. Ástæðan er nokkuð einföld, þegar þetta hefur verið gert eins og t.d. á bikarúrslitaleikinn í vetur, þá hefur mæting í rútuna verið döpur. T.d. mættu 15 í 50 manna rútu á þennan bikarúrslitaleik. Fólki er vinsamlegast bent á að það getur …

Grindavíkurmót í körfuknattleik

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Laugardaginn 4. maí og sunnudaginn 5. maí verður haldið hraðmót í körfuknattleik fyrir 3. og 4. bekk þ.e. börn fædd 2003 og 2004 á vegum Grindavíkur. Munu drengirnir spila á laugardeginum og stúlkurnar á sunnudeginum. Spilaðir verða 2 x 12 mín leikir og leiktími ekki stöðvaður. Við brot í skoti verður tekið eitt vítaskot sem gildir sem tvö stig. Hvert …

Verður skák og mát

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Mín ósk er að einvígið fari í oddaleik og þetta verði rafmagnaðir leikir. Það eru það mikil gæði í báðum liðum að ég hugsa að þetta verði bara skák og mát,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Vísi í dag. Hann er klár á því að tvö bestu lið landsins leiði saman hesta sína í úrslitum. „Ef þú skoðar …

Hræðsla óþörf!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

„Ég hef hugleitt þessa komandi baráttu mikið að undanförnu og geng hnarreistur til leiks! Kannski er beygur í einhverjum eftir síðustu tvo leiki á móti Stjörnunni en í mínum huga er hræðsla algerlega óþörf. Ekki misskilja mig, Stjarnan er vissulega með gott lið eins og áður hefur komið fram en að mínu mati eru þeir að fara mæta miklu betra …

Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ómar Örn Sævarsson, leikmaður meistaraflokks karla körfuknattleik, féll á lyfjaprófi sem hann undirgekkst að loknum bikarúrslitaleik Grindavíkur og Stjörnunnar í febrúar s.l.  Því miður drakk Ómar orkudrykk fyrir leikinn. Nafn drykkjarins er Jack3D. Hið ólöglega efni sem í drykknum er,  er örvandi og mældist í honum eftir leik.  Stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFG harmar mjög þetta atvik og fordæmir að sjálfsögðu alla notkun ólöglegra …

Úrslitin byrja á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir frá því Grindavík varð Íslandsmeistari fyrir rúmlega ári síðan.  Úrslitaviðureignn byrjar á morgun. Fyrsti leikur er að sjálfsögðu í Grindavík þar sem við erum ríkjandi deildarmeistarar.  Grindavík hefur ekki tapað heimaleik í úrslitakeppninni hingað til og ætla sér sigur á morgun.  Búast má við því að íþróttahúsið verði þéttskipað og …

Finals

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

FINALS! Grindavík – Stjarnan. Leikur 1 í lokaúrslitum Dominos-deildar karla.Óvænt skemmtiatriði í hálfleik – betur auglýst síðar.Grillaðir hamborgarar við Saltúsið fyrir leik og verður tendrað upp í grillunum upp úr 17:30.Forsala aðgöngumiða á leikinn á Salthúsinu. Búast má við húsfylli og því þurfa börn yngri en 8 ára að vera í fylgd með fullorðnum. ALLIR Grindvíkingarar eiga að mæta í …

Pælingar um baráttuna framundan

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Á morgun er komið að því sem allir körfuknattleiksunnendur hafa beðið eftir, sjálfri úrslitarimmunni um Íslandsmeistaratitilinn. Ef þið vissuð það ekki þá eru það ríkjandi Íslandsmeistarar Grindavíkur og Stjarnan úr Garðabæ sem munu býtast um dolluna og þarf að vinna 3 leiki til að standa uppi sem sigurvegari.  Grindavík hefur heimaleikjarétt sem þýðir að ef til 5.leiks kemur sem jafnframt …

Guli dagurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

UMFG og Jói Útherji verða með Gula daginn á morgun, miðvikudaginn 17. apríl, milli kl. 16-18, í Gula húsinu. Þar verður nýi Grindavíkurbúningurinn og æfingafatnaðurinn til sölu ásamt ýmsu fleira.

GRINDAVÍK Í ÚRSLIT!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík lagði KR að velli 92-88 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta og vann þar með einvígið 3-1. Grindavík mætir annað hvort Stjörnunni eða Snæfelli í úrslitarimmu um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík byrjaði af krafti en Aaron Broussard fór mikinn í sóknarleiknum. Þá var Samuel Zeglinski einnig drjúgur. Grindavík hafði 3ja stiga forskot eftir fyrsta leiihluta og 8 …