Úrslitin byrja á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir frá því Grindavík varð Íslandsmeistari fyrir rúmlega ári síðan.  Úrslitaviðureignn byrjar á morgun.

Fyrsti leikur er að sjálfsögðu í Grindavík þar sem við erum ríkjandi deildarmeistarar.  Grindavík hefur ekki tapað heimaleik í úrslitakeppninni hingað til og ætla sér sigur á morgun.  Búast má við því að íþróttahúsið verði þéttskipað og upphitun verður í Salthúsinu fyrir leikinn.

Líkt og í undanúrslitum þarf að vinna 3 leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari.  Fyrsti leikurinn er á morgun, annar leikurinn í Garðabæ 19.apríl, þriðji í Grindavík 22.apríl.  Ef þessir leikir duga ekki til þá fer fjórði leikurinn fram 25.apríl í Garðabæ og ef allt verður ennþá í járnum þá verður hreinn úrslitaleikur 28.apríl.