Grindvík sigraði Tindastól í tvíframlengdum leik í gær, 109-108. Var þetta þriðji leikur liðisins í Lengjubikarnum þar sem Grindavík hefur unnið tvo en tapað einum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur með 24 stig, Þorleifur Ólafsson 18 stig, Daníel Guðni Guðmundsson 17 stig og Jóhann Árni Ólafsson 15. Næsti leikir er gegn Keflavík á útivelli 18. september.
Uppskeruhátíð 3. og 4 flokks
Uppskeruhátíð 4. flokks og 3. flokks karla og kvenna í knattspyrnu verður haldin miðvikudaginn 18. september kl. 17:00 á sal Grunnskóla Grindavíkur. Dagskrá: • Verðlaunaafhending • Hið fræga kökuhlaðborð er á sínum stað en undanfarin ár hafa flottustu foreldrar á Íslandi (Grindavíkurforeldrarnir) séð um að baka og lagst á eitt við að stútfylla sameiginlegt hlaðborð af kræsingum.Foreldrar sérstaklega velkomnir. KveðjaUnglingaráð …
Æfingabúðir með heimsklassa kennurum.
Jesus Ramal & Suvi Mikkonen Verða með æfingarbúðir í HK. Föstudaginn 20 september í íþróttahúsi SnælandsskólaÖllum félögum stendur til boða að mæta og vera með okkur á þessum æfingum. Væri gott að heyra frá ykkur ef þið hafið hug á að mæta og hversu margir. Verð fyrir börn 1500 kr. Verð fyrir fullorðna 2000 kr. Greiðist með peningum. Hægt verður að …
20 árum yngri en Scotty – upp á dag
Daníel Leó Grétarsson hefur vakið nokkra athygli fyrir vasklega framgöngu með knattspyrnuliði Grindvíkinga í 1. deild í sumar. Daníel sem er 17 ára gamall hefur leikið lykilhlutverk hjá liðinu en hann hefur skorað fjögur mörk í sumar og leikið 22 leiki í hinum ýmsu stöðum. Daníel vann sér inn sæti í U19 ára landsliði Íslands fyrir skömmu og því er …
Stórsigur en duttu samt niður í þriðja sæti
Grindavík skellti KF á Ólafsfirði 7-0 í 1. deild karla í gær. Þrátt fyrir þennan stórsigur datt Grindavíkur niður í 3. sæti á markatölu því Víkingur sigraði Völsung 16-0 og svo gæti farið að markatala ráði úrslitum hvaða lið fara upp í lokaumferðinni næsta laugardag. Igor Stanojevic skoraði fernu fyrir Grindavík, Magnús Björgvinsson skoraði tvö og Juraj Grizelj eitt. …
Stórsigur gegn KF
Rétt í þessu lauk leik Grindavíkur og KF á Ólafsfirði. Leiknum lauk með frábærum 7 marka sigur hjá okkar mönnum, 7-0. Baráttan um sæti í efstu deild er að stórum hluta tengt markatölu en Víkingar sem voru með einnig með 11 mörk í plús fyrir umferðina sigruðu Völsung 16-0! Það stefnir því allt í mjög spennandi lokaumferð eftir viku. …
Lokahóf knattspyrnudeildarinnar
Hið sívinsæla lokahóf knattspyrnudeildarinnar verður haldið 21.september í íþróttahúsi Grindavíkur. Stórkostleg dagskrá er í boði, eins og sjá má hér að ofan, með aðeins þá færustu á sínu sviði í lykilhlutverkum: Bibbinn sér um matinn, Helgi Björns og félagar með ballið og Eysteinn Hauksson sem veislustjóri. Miða er hægt að kaupa hjá Eiríki, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, eða í Gulahúsinu.
Engar Taekwondo æfingar í dag
Íþróttahúsið er lokað í dag 12. september og því falla niður allar æfingar. Æfingar verða skv. stundarskrá á mrogun föstudaginn 13. september
María Ben til Grindavíkur
Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir mun á komandi tímabili spila með Grindvíkingum en í gær var skrifað undir samning þess eðlis. Miðherjinn María er uppalin í yngri flokkum Keflavíkur en hún lék síðast með Valsstúlkum í efstu deild á Íslandi árið 2011. Í fyrra lék hún í Frakklandi. Grindvíkingar eru aldeilis búnir að styrkja sig en Pálína Gunnlaugsdóttir gekk einnig til …
Nýr leikmaður:María Ben Erlingsdóttir
Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir mun á komandi tímabili spila með Grindvíkingum en í gær var skrifað undir samning þess eðlis. Miðherjinn María er uppalin í yngri flokkum Keflavíkur en hún lék síðast með Valsstúlkum í efstu deild á Íslandi árið 2011. Í fyrra lék hún í Frakklandi. Grindvíkingar eru aldeilis búnir að styrkja sig en Pálína Gunnlaugsdóttir gekk einnig til …