Stórsigur en duttu samt niður í þriðja sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík skellti KF á Ólafsfirði 7-0 í 1. deild karla í gær. Þrátt fyrir þennan stórsigur datt Grindavíkur niður í 3. sæti á markatölu því Víkingur sigraði Völsung 16-0 og svo gæti farið að markatala ráði úrslitum hvaða lið fara upp í lokaumferðinni næsta laugardag.

 

Igor Stanojevic skoraði fernu fyrir Grindavík, Magnús Björgvinsson skoraði tvö og Juraj Grizelj eitt.
Grindavík lék einum leikmanni fleiri frá 37. mín. þegar leikmaður KF fékk að líta rauða spjaldi. Með tapinu féll KF í 2. deild.

Grindavík verður að öllum líkindum að treysta á hagstæð úrslitum í öðrum leikjum til þess að eiga raunhæfa möguleika á því að komast upp í Pepsideildina og jafnframt að vinna KA í lokaumferðinni. En allt getur gerst, Fjölnir erfiðan útileik gegn Leikni og Víkingur á einnig erfiðan útileik gegn Þrótti.

Staðan er þessi:

14. sep. 2013 L U J T Mörk Stig
1. Fjölnir 21 12 4 5 35:23 40
2. Víkingur R. 21 11 6 4 54:27 39
3. Grindavík 21 12 3 6 49:31 39
4. Haukar 21 11 6 4 42:29 39
5. BÍ/Bolungarv 21 12 1 8 45:39 37
6. KA 21 9 5 7 37:29 32
7. Leiknir R. 21 9 5 7 35:28 32
8. Selfoss 21 8 3 10 42:35 27
9. Tindastóll 21 6 7 8 29:38 25
10. Þróttur 21 7 2 12 25:34 23
11. KF 21 4 6 11 22:39 18
12. Völsungur 21 0 2 19 15:78 2

Lokaumferðin laugardaginn 21. sept. kl. 14:00
Grindavík-KA
Völsungur-Haukar
Leiknir-Fjölnir
Þróttur-Víkingur