Grindvík tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ með glæsilegum fjögurra stiga sigri á Keflvík 72-68. Góður endasprettur Grindvíkinga gerði út um leikinn. Leikurinn var gríðarlega spennandi allan tímann en sigur Grindvíkinga var sanngjarn. „Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld. Við vorum ekki að spila neinn glimrandi körfubolta, það var fullt af töpuðum boltum og við vorum …
Áfram í bikarnum
Bæði karla- og kvennalið Grindavíkur eru komin í 8 liða úrslit Powerade bikarsins. Grindavík lagði Stjörnuna í kvennaflokki um helgina og Grindavík sigraði nágranna sína í Keflavík í gær. Dregið verður í næstu umferð á morgun en leikið verður í 8 liða úrslitum eftir áramót. Keflavík 68 – Grindavík 72 Stjarnan 60 – Grindavík 83 Viðtal við Sverrir á karfan.is …
Stelpurnar áfram í bikarnum en ÍG úr leik
Mikið hefur verið um að vera í körfuboltanum síðustu daga. Grindavíkurstelpur eru komnar áfram í bikarnum, ÍG er hins vegar úr leik og karlalið Grindavíkur lagði Stjörnuna. Grindavíkurstelpur lögðu Stjörnuna að velli 83-60 og tryggðu sér þar með sæti í 8 liða úrslitum bikarkeppni kvenna. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur en engu að síður höfðu Grindavíkurstúlkur mikla yfirburði. Lauren Oosdyke skoraði …
Bikarnágrannaslagur Keflavíkur og Grindavíkur
Það verður risaslagur í 16 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar nágrannarnir Keflavík og Grindavík mætast í Reykjanesbæ kl. 19:15. Búast má við hörku leik enda liðin í 2. og 3. sæti í deildinni. Grindvíkingar eru hvattir til þess að fjölmenna í Reykjanesbæ í kvöld og hvetja okkar menn til dáða.
Stórleikur í bikarnum
Síðasti leikurinn í 16 liða úrslitum Powerade bikarsins fer fram í kvöld klukkan 19:15. Grindavík mætir þá Keflavík í TM höllinni. Þar sem bæði efsta lið deildarinna, KR, og ríkjandi bikarmeistarar, Stjarnan, þá eru góðar líkur á að sigurliðið í kvöld fari alla leið í úrslitaleikinn. Þess vegna má enginn láta þennan leik fara fram hjá sér og eru allir …
8. verðlaun á Taekwondo bikarmóti
Um helgina var Bikarmót I á vegum Taekwondosambands Íslands haldið í Íþróttamiðstöðinni í Sandgerði. Mótið gekk vel fyrir sig og iðkendur frá Grindavík nældu sér í 8 verðlaun. Innilega til hamingju með árangurinn. Eftirtaldir tóku þátt og unnu til verðlauna. Í bardaga Ingólfur Hávarðarson silfur Björn Lúkas Haraldsson silfur Ylfa Rán Erlendsdóttir silfur Oliver Adam Einarsson brons Jakob Máni …
Grindavík 79 – Njarðvík 75
Grindavík heldur áfram sigurgöngu sinni í Dominosdeildinni og í þetta sinn sigruðu þeir Njarðvík með fjórum stigum, 79-74. Leikurinn var í járnum allan tíman en góður endasprettur tryggði okkar mönnum sigurinn. Grindavíkurliðið er að verða betra með hverjum leiknum, nýji erlendi leikmaðurinn virðist ætla að passa vel við leikstíl liðsins og flestir að bæta sinn leik. Í gær var Lewis …
ÍG – Keflavík B í kvöld
Áhugaverður leikur fer fram í bikarkeppni KKÍ í kvöld í Íþróttahúsi Grindavíkur. Mætast þar ÍG og Keflavík B. Bæði lið hafa í sínum röðum gamlar kempur sem mun etja kappi í kvöld. Athygli veldur að besti leikmaður Keflavík-B er þjálfari Grindavíkur, Sverir Þór Sverrisson, en auk hans eru m.a. Sigurður Ingimundarson, Falur Harðarson, Guðjón Skúlason og Sævar Sævarsson. Damon Johnson …
Tap gegn Hamri
Hamar var of stóru biti fyrir Grindavík þegar liðin mættust í Röstinni í gærkvöldi. Grindavík lék án Pálínu Gunnlaugsdóttur og var augljóst að hennar var sárt saknað. Fyrri hálfleikur var í járnum og staðan í hálfleik 36-38, Hamarsstelpur í vil. En í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og tryggðu sér 16 stiga sigur, 57-73. Grindavík-Hamar 57-73 (20-24, 16-14, …
ÍG mætir með leynivopn gegn Keflavíkurhraðlestinni
ÍG mætir B-liði Keflavíkur í bikarkeppni KKÍ í Röstinni föstudaginn 29. nóvember kl. 19:15. Liðin mættust einnig í bikarnum í fyrra í sláturhúsinu í Keflavík þar sem gamla hraðlestin hafði betur gegn sjóurunum úr Grindavík. „Við ÍG-menn munu ekki láta það gerast aftur og erum ekkert hræddir þótt þeir hafi leitað til Damons nokkurs Johnsonar, við höfum fundið ráðdýrt leynivopn …