Ægir tekur við af Helga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Ægir Viktorsson hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hann tekur við af Helga Bogasyni. Ægir er jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar hefur hann þjálfað mörg undanfarin ár. Grindavík varð hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í sumar. Liðið hefur þegar hafið æfingar undir stjórn Ægis. 

Njarðvík 61 – Grindavík 73

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er aftur komið á sigurbraut í kvennaflokki eftir sigur á Njarðvík í gær 73-61.  Fyrir leikinn hafði Grindavíkurliðið tapað nokkrum leikjum en með góðum varnarleik í gær tryggðu stelpurnar sér mikilvæg stig. Eftir leikinn er því Grindavík jafnt Hamar í 4-5 sæti í deildinni og tveimur stigum frá Val og KR sem eru í sætunum fyrir neðan. Leikurinn í …

Ægir tekur við af Helga

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ægir Viktorsson hefur tekið við sem þjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hann tekur við af Helga Bogasyni. Ægir er jafnframt yfirþjálfari yngri flokkanna hjá knattspyrnudeild Grindavíkur en þar hefur hann þjálfað mörg undanfarin ár. Grindavík varð hársbreidd frá því að komast í úrvalsdeildina í sumar. Liðið hefur þegar hafið æfingar undir stjórn Ægis. 

Hjörtur tekur við af Eiríki

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Tilkynnt var í árlegri hangikjötsveislu hjá knattspyrnudeild UMFG um helgina að Eiríkur Leifsson framkvæmdastjóri deildarinnar lætur af störfum nú um áramót eftir fjögurra ára starf. Við starfi hans tekur Hjörtur Waltersson sem hefur starfað hjá Advania undanfarin ár. 

Jólasýning fimleikadeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar

Jólasýning fimleikadeildar UMFG verður haldin LAUGARDAGINN 7. DESEMBER. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 15:00 og stendur til 16:00. Íþróttahúsið opnar fyrir gesti kl. 14:30.Miðaverð er:1000 kr. fyrir fullorðna.250 kr. fyrir 6 – 16 ára.Frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Tilvalið að gera sér glaðan dag og koma í íþróttahúsið …

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingum er það mikil ánægja að tilkynna að Kjartan Helgi Steinþórsson hefur ákveðið að snúa heim í sitt uppeldisfélag. Á sama tíma er það samt þannig að við hefðum frekar viljað sjá Kjartan vaxa og dafna við að leika körfubolta í USA því það er jú draumur hans og njóta starfskrafta hans seinna meir. En svona er þetta og við …

190 milljónir og Risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Risakerfið gekk ekki í nógu vel í síðustu viku en árangurinn var 11 réttir. Þessa vikuna er 190 milljóna risapottur og að sjálfsögðu verðum við með Risakerfi. Seldir verða 63 hlutir á 3000 kr. hluturinn en það hver má kaupa eins marga hluti og hann vill. Síðast var uppselt á föstudegi þannig að lögmálið „fyrstir koma fyrstir fá“ gildir.  Það er sára …

Nágrannaslagur aftur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Í kvöld mætast lið Keflvíkinga og Grindvíkinga í Domino´s deild karla í körfubolta í TM-Höllinni í Keflavík. Liðin áttust einnig við í bikarnum á mánudag þar sem Grindvíkingar höfðu sigur á heimavelli Keflvíkinga í baráttuleik, 68-72. Sem stendur eru Keflvíkingar í öðru sæti deildarinnar en Grindvíkingar í því þriðja, en tvö stig skilja liðin að. Leikurinn hefst klukkan 19:15. 

Pálína úr leik næstu vikurnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Pálína María Gunnlaugsdóttir leikmaður Grindavíkurliðsins verður frá vegna meiðsla næstu 8 til12 vikurnar. Pálína er með rofið liðband. Þetta er mikið áfall fyrir Grindavíkurliðið. „Rofið liðband varð niðurstaðan, hún er ekki úr leik þetta tímabilið og gæti verið klár í kringum mánaðarmótin janúar-febrúar,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson þjálfari Grindavíkur við karfan.is. Grindvíkingar eru sem stendur í 5. sæti deildarinnar og …

Grindavíkurliðin fengu hörku heimaleiki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurliðin fengu hörku andstæðinga þegr dregið var í 8 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ í dag en bæði lið fengu heimaleiki. Kvennalið Grindavíkur tekur á móti KR og karlaliðið tekur á móti Njarðvík. Leikið verður 18.-20. janúar.