Nú fara æfingar að byrja hjá deildum UMFG og eru æfingatöflunar að koma hægt og rólega inn á heimasíðuna. Judó deildin byrjar í dag og er síðan þeirra hér. Æfingarnar byrja í dag og krílatímar byrja 2. september. Fimleikadeildin byrjar einnig á sama tíma og eru æfingatöflurnar hér. Aðrar deildir koma svo inn vonandi í þessari viku og verður þær …
Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016
Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …
Nýjung hjá UMFG: Sameiginlegar þrekæfingar allra deilda fyrir 5.-10. bekk
Athygli er vakin á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda UMFG í vetur fyrir 5.-10. bekk, tvisvar í viku. Deildirnar munu skiptast á að sjá um þrekæfingarnar en þær hefjast miðvikudaginn 2. september og fara fram í litla salnum (gamla anddyrinu) í íþróttahúsinu. Iðkendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðbót við æfingaflóruna. Æfingarnar eru sem hér segir: Mánudagar5.-7. bekkur kl. …
Helgi Dan Steinsson í ítarlegu viðtali í Víkurfréttum
Helgi Dan Steinsson, PGA golfkennari Golfklúbbs Grindavíkur, var í ítarlegu viðtali í síðasta tölublaði Víkurfrétta. Helgi hefur spilað golf frá 6 ára aldri og er áttfaldur klúbbmeistari GL ásamt því að hafa tekið þátt í stórmótum hérlendis og í landsliðsverkefnum erlendis. Öll golfkennsla hjá GG er í höndum Helga og heldur hann utan um barna- og unglingastarf hjá klúbbnum. Við …
Helga Einarsdóttir leikur með Grindavík í vetur
Kvennaliði Grindavíkur í körfunni barst mikill liðsstyrkur í dag þegar miðherjinn Helga Einarsdóttir skrifaði undir samning við félagið. Helga sem er uppalinn á Sauðárkróki hefur undanfarin átta leikið með KR-ingum og var fyrirliði liðsins síðustu þrjú tímabil. Helga sem er 186 cm á hæð er sannkölluð frákastavél og mun sannarlega styrkja liðið mikið í baráttunni í teignum í vetur. Lið …
Grindvíkingar sóttu 3 stig í Kórinn
Grindvíkingar sóttu HK heim um helgina en leikurinn fór fram innandyra í Kórnum. Okkar menn áttu góðan dag og setti Marko mark í byrjun leiks og Matthías Örn annað rétt fyrir lokin, lokatölur 0-2 fyrir Grindavík. Þar sem að Þórsarar töpuðu sínum leik er Grindavík nú komið í 4. sæti deildarinnar, 7 stigum frá Þrótturum sem sitja í 2. sæti. …
Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG á mánudaginn
Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður mánudaginn 24. ágúst kl.11.00. Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir – mæta bara hressir og kátir Dagskrá: Sambabolti – pylsuveisla
Knattspyrnudeild Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum
Unglingaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfurum fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er að sjálfstæðum og metnaðarfullum einstaklingum með reynslu og menntun í knattspyrnuþjálfun. Umsækjendur þurfa að eiga auðvelt með mannleg samskipti og búa yfir getu til að byggja upp og bæta starfið í heild sinni. Grindavík býr að góðri aðstöðu til knattspyrnuiðkunar jafnt innan sem utandyra. Hópið, fjölnota knattspyrnuhús með …
Stelpurnar fóru taplausar í gegnum sumarið
Grindavíkurkonur luku keppni í B-riðli 1. deildar kvenna í gær með góðum 3-0 heimasigri í Víkingi frá Ólafsvík. Þessi úrslit þýða að Grindavík endaði í efsta sæti riðilsins, með 30 stig. Þær unnu 9 leiki og gerðu 3 jafntefli og fóru taplausar í gegnum sumarið. Nú tekur við úrslitakeppni átta liða úr 1. deildinni um tvö laus sæti í Pepsi …
Þrjú blaut stig í hús á Grindavíkurvelli
Grindavík tók á móti botnliði BÍ/Bolungarvíkur á Grindavíkurvelli í gær í leik sem mótaðist mjög af veðrinu. Grindvíkingar gerðu sitt besta til að byggja upp spil og leika áferðarfallega knattspyrnu í þessum leik sem reyndist nokkuð snúið í hvössum vindi og ausandi rigningu. Lítið var um færi og eina mark leiksins kom ekki fyrr en á 78. mínútu þegar hinn …