Grindvíkingar semja við framherjann Eric Wise

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eins og við greindum frá í morgun var hinn bandaríski Hector Harold leystur frá störfum hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfubolta núna á föstudaginn. Grindvíkingar sátu þó ekki með hendur í skauti og hófu strax leit að nýjum leikmanni og hafa nú þegar samið við nýjan leikmann, Eric Wise að nafni. Eric, sem er Bandaríkjamaður fæddur árið 1990 og lék áður …

Staða þjálfara meistaraflokks kvenna í knattspyrnu laus til umsóknar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Kvennaráð knattspyrnudeildar Grindavíkur auglýsir eftir þjálfara fyrir meistaraflokk kvenna fyrir komandi tímabil. Lið Grindavíkur náði ótrúlega góðum árangri á liðnu sumri þar sem þær töpuðu ekki leik í deildinni og voru hársbreidd frá því að fara upp í úrvalsdeild. Áhugasamir eru beðnir um að senda póst á glpalsson@simnet.is.

Herrakvöld körfunnar er á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Næstkomandi föstudagskvöld verður herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG haldið með pomp og prakt í Gjánni í nýja íþróttamannvirkinu. Dagskráin er glæsileg að vanda og miðaverðinu stillt í hóf. Frábær matur og frábær skemmtun sem enginn karlmaður ætti að láta framhjá sér fara. Auglýsingu frá skipuleggjendum má sjá hér að neðan:   Já kæri heimur.Herrakvöld körfunnar verður haldið föstudaginn næstkomandi eða 9. október …

Óli Stefán tekur við meistaraflokki karla í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í hinum stríða straumi frétta sem streymt hefur fram hér á síðunni síðustu daga er ein stórfrétt sem gleymdist að greina frá en það eru þjálfaraskipti hjá meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Grindavík. Tommy Nielsen hefur lokið störfum fyrir félagið og mun Óli Stefán Flóventsson vera aðalþjálfari liðsins næsta sumar en þeir félagar voru saman með liðið í sumar. Reynsluboltinn …

Daníel Leó valinn í U21 landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn, og leikmaður Álasunds í norsku úrvalsdeildinni, Daníel Leó Grétarsson, hefur verið valinn í 20 manna hóp fyrir leiki við Úkraínu og Skotland í undankeppni EM2017. Íslenska liðið hefur farið vel af stað í sínum riðli og er í efsta sæti með 7 stig eftir 3 leiki. Leikirnir fara fram 8. og 13. október. Daníel á að baki 4 leiki með …

Alex Freyr Hilmarsson á reynslu hjá Malmö

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hornfirðingurinn knái, Alex Freyr Hilmarsson, sem leikið hefur með Grindavík undanfarin þrjú ár og var valinn besti leikmaður liðsins á lokahófi knattspyrnudeildarinnar á dögunum, er um þessar mundir á reynslu hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Malmö. Fótbolti.net greindi frá: „Alex Freyr Hilmarsson, leikmaður Grindavíkur, er þessa dagana á reynslu hjá Malmö í Svíþjóð. Alex mun æfa með Malmö næstu dagana og á …

Búningasala hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður í dag, mánudaginn 5. október, frá kl 17:30-18:30 í GjánniBúningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun. Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp …

Fjáröflun 8. og 9. flokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Á eftir ætla körfuknattleiksstúlkur í 8. og 9. flokki ganga í hús hér í bæ og selja gómsætar nýuppteknar íslenskar gulrætur. 1,3 kg á aðeins 1.000 krónur. Einnig verður hægt að panta allskonar dýrindis afurðir beint frá býli hjá þeim. tökum vel á móti stelpunum sem eru að safna fyrir ferð til Spánar á æfingamót næsta sumar.

Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliðið sem fer til Svartfjallalands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíska knattspyrnukonan Dröfn Einarsdóttir hefur verið valin í U17 ára landslið kvenna sem heldur til Svartfjallalands dagana 20. til 28. október en þá verður keppt í undanriðli fyrir úrslitakeppni EM. Dröfn var lykilmaður í liði Grindavíkur í sumar og var valin efnilegasti leikmaður liðsins á lokahófinu á dögunum. Hópinn í heild sinni og frekar upplýsingar um liðið má sjá á …

Búningasala hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður mánudaginn 5.október frá kl 17:30-18:30 í GjánniBúningurinn kostar 10.000.- kr og sokkar eru lika seldir á 1000.- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.