Gulur dagur í Gula húsinu á morgun, miðvikudag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við Jóa útherja mun standa fyrir gulum degi í Gula húsinu á morgun, miðvikudaginn 28. október. Grindvískum knattspyrnuiðkendum gefst þá kostur á að koma og máta keppnisfatnað og tryggja sér föt á umtalsvert lægra verði en vanalega. Húsið verður opið milli 16:00-19:00 en vörurnar verða svo afhentar á fjörugum föstudegi, sem verður haldinn síðasta föstudaginn í …

Emma Higgins, markvörður Grindavíkur og N-Írlands í viðtali

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Emma Higgins, sem varið hefur mark Grindavíkur undanfarin ár er einnig markvörður landsliðs Norður-Írlands. Landsliðið lék á laugardaginn sinn fyrsta leik í undankeppni Evrópumóts kvenna 2017 gegn Georgía og stóð okkar kona að sjálfsögðu á milli stanganna, en hún hefur leikið yfir 50 leiki fyrir lið N-Írlands. Higgins hefur leikið hér á Íslandi síðan 2010 og alltaf með Grindavík fyrir …

Páll Axel setti met í síðasta leik – flestir þristar fyrir sama liðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stórskyttan Páll Axel Vilbergsson setti skemmtilegt met í síðasta leik Grindavíkur en hann er nú sá leikmaður í sögu úrvalsdeildar karla í körfubolta sem hefur skorað flestar þriggja stiga körfur fyrir sama liðið. Palli setti 4 slíkar í leiknum og er nú búinn að setja 871 fyrir Grindavík, geri aðrir betur! Gamla metið átti keflvíska stórskyttan Guðjón Skúlason, en þetta …

Grindvískur sigur í háspennuleik í Mustad höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nýliðum Stjörnunnar í Domins deild kvenna í dag en fyrir mót var Stjörnunni spáð 4. sæti en Grindvíkingum 6. og næst neðsta sætinu. Stjarnan hafði þó aðeins unnið einn leik af þremur fyrir daginn í dag og Grindavíkurstúlkur hafa verið að sækja í sig veðrið. Þær hafa styrkt liðið og voru taplausar í deildinni. Úr varð …

Einstefna í Seljaskóla í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu Seljaskóla í gær, en bæði lið voru Kanalaus í leiknum. Eric Wise, leikmaður Grindavíkur, hefur ekki enn fengið leikheimild og Jonathan Mitchell leikmaður ÍR er meiddur. Okkar menn virðast þó vera orðnir vanir Kanaleysinu og létu það lítið á sig fá í gær og hreinlega völtuðu yfir heimamenn. ÍR-ingar réðu hreinlega ekkert við skyttur Grindvíkinga sem voru gjörsamlega á …

Sigur í fyrsta leik U17, Dröfn í byrjunarliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

U17 ára lið kvenna hóf leik í undankeppni EM nú á miðvikudag gegn Svartfjallalandi og fóru með 3-0 sigur af hólmi. Grindvíkingurinn Dröfn Einarsdóttir var í byrjunarliðinu og þótti standa sig vel. Hægt er að fylgjast með fréttum af liðinu á KSÍ.is en næsti leikur liðsins er á morgun gegn Færeyjum. KSÍ.is birti umfjöllun um leikinn: „Íslenska U17 ára lið …

Grindavík valtaði yfir Hamar í Hveragerði

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur brunuðu austur Suðurstrandarveginn í gær og heimsóttu Frystikistuna í Hveragerði. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur voru ískaldar og áttu aldrei möguleika í lið Grindavíkur en það hefur verið mikill stígandi í leik liðsins í síðustu leikjum. Grindavík fór að lokum með 35 stiga sigur af hólmi, 56-91. Karfan.is var á leiknum og fjallaði um hann: …

Röstin heitir Mustad höllin næstu þrjú árin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Íþróttahús Grindavíkur, sem um árabil hefur borið nafnið Röstin, hefur fengið nýtt nafn. Í hálfleik í viðureign Grindavíkur og Vals síðastliðinn laugardag skrifuðu körfuknattleiksdeildin og norska fyrirtækið Mustad Autoline undir samstarfssamning og mun íþróttahúsið því bera nafnið „Mustad höllin“ til næstu þriggja ára í það minnsta. Mustad borðinn prýðir nú vegginn yfir titlum Grindavíkur í körfubolta.

Viðsnúningur í seinni hálfleik tryggði góðan sigur á Hetti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti Hetti í Dominsdeild karla í gærkvöldi. Í fyrri háfleik leit allt út fyrir að nýliðarnir myndu fara með sigur af hólmi í einvíginu en algjör viðsnúningur varð á leiknum í hálfleik og okkar menn lönduðu góðum sigri að lokum, 86-74. Jón Axel Guðmundsson gerði sér lítið fyrir og nældi í þrefalda tvennu annan leikinn í röð, …

Sigrún Sjöfn Ámundadóttir til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú rétt í þessu voru að berast stórtíðindi úr kvennakörfuboltanum en einn af betri leikmönnum Íslands, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, var að skrifa undir samning við Grindavík. Sigrún hóf leik í vetur á heimaslóðum með Skallagrími þar sem hún skoraði 31,5 stig að meðaltali í leik og tók 8,5 fráköst, en hún lék í sænsku úrvalsdeildinni síðastliðinn vetur. Það er enginn …