Gulur dagur í Gula húsinu á morgun, miðvikudag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG í samvinnu við Jóa útherja mun standa fyrir gulum degi í Gula húsinu á morgun, miðvikudaginn 28. október. Grindvískum knattspyrnuiðkendum gefst þá kostur á að koma og máta keppnisfatnað og tryggja sér föt á umtalsvert lægra verði en vanalega. Húsið verður opið milli 16:00-19:00 en vörurnar verða svo afhentar á fjörugum föstudegi, sem verður haldinn síðasta föstudaginn í nóvember.