Röstin heitir Mustad höllin næstu þrjú árin

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Íþróttahús Grindavíkur, sem um árabil hefur borið nafnið Röstin, hefur fengið nýtt nafn. Í hálfleik í viðureign Grindavíkur og Vals síðastliðinn laugardag skrifuðu körfuknattleiksdeildin og norska fyrirtækið Mustad Autoline undir samstarfssamning og mun íþróttahúsið því bera nafnið „Mustad höllin“ til næstu þriggja ára í það minnsta.

Mustad borðinn prýðir nú vegginn yfir titlum Grindavíkur í körfubolta.