Forsala á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kostar 2.000 kr. í forsölu hjá UMFG en 2.500 kr. í hurðinni á leikdegi. Athugið að aðeins 300 miðar eru í boði í forsölu en henni lýkur á fimmtudaginn. Miðarnir gilda bæði á karla og kvennaleikina.
Dýrmæt stig í hús í Dominosdeildum beggja kynja um helgina
Helgin var grindvískum körfuknattleiksliðum góð en mikilvæg stig komu í hús í Mustad höllinni, bæði hjá strákunum og stelpunum. Strákarnir riðu á vaðið á föstudaginn þar sem þeir unnu flottan baráttusigur á Stjörnunni, 78-65, og stelpurnar fylgdu svo í kjölfarið á laugardaginn þar sem þær sigruðu Keflavík, 75-66. Sigurinn hjá stelpunum var afar dýrmætur í baráttunni um 3.-4. sætið í …
Aðalfundur ÍS 2016
Aðalfundur Íþróttabandalags Suðurnesja verður haldin miðvikudaginn 24. febrúar, kl.20:00. Fundurinn verður haldinn í golfskála Golfklúbbs Sandgerði Dagskrá. 1. Setning fundar2. Kosning fundarstjóra og ritara3. Skýrsla stjórnar4. Lagðir fram reikningar til samþykktar 5. Kosning formans ÍS6. Kosið í stjórn ÍS 7. Formenn félaga fara yfir starfið hjá sínum félögum8. Önnur mál Félagar innan Íþróttabandalags Suðurnesja eru hvattir til að mæta.
GG og UMFG í samstarf, Ray og Scotty þjálfa
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að stjórn GG væri búið að ráða þjálfara fyrir sumarið. Þá hafa GG og knattspyrnudeild UMFG undirritað samstarfssamning. Þjálfarar liðsins verða tveir reynsluboltar úr grindvískri knattspyrnu, þeir Scott Ramsay og Ray Anthony Pepito Jónsson. Frétt Fótbolta.net: „Scott Ramsay og Ray Anthony Jónsson ætla í sameiningu að stýra GG í 4. deildinni í …
Fýluferð í Hólminn hjá stelpunum
Grindvíkingar hafa ekki átt ánægjulegar ferðir í Stykkishólm síðustu vikur. Strákarnir töpuðu framlengdum leik þar á dögunum og í gær töpuðu stelpurnar líka, 75-69. Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum skil: „Fyrir leikinn í kvöld voru liðin búinn að mætast tvívegis í Domino’s deildinni þar sem Snæfell hafði sigrað í báðum leikjum, enginn breyting varð á í …
Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin
Fjórða lið Grindavíkur tryggði sér sæti í bikarúrslitunum í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar, þegar Grindavík sigraði Keflavík í 9. flokki stúlkna. Lokatölur urðu 43-34 en að sögn kunnugra var sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Grindavík mun því eiga fjóra fulltrúa á bikarhelginni og raunar er möguleiki á að fimmta liðið bætist í hópinn því að strákarnir í drengjaflokki spila við …
Búningamátun og sala hjá körfuboltanum á morgun
Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG verður með mátun og sölu á körfuboltabúningum í Gjánni á morgun, föstudaginn 5. febrúar kl. 17:00 Búningarnir, treyja og buxur, kosta 10.000 og þarf að staðgreiða við pöntun. Athugið að einnig er hægt að kaupa treyjur stakar og því er þetta kjörið tækifæri fyrir stuðningsmenn til að fata sig upp fyrir stúkuna.
Grindavík með fjögur lið í bikarúrslitum?
Það stefnir í að Grindvíkingar verði fjölmennir í Laugardalshöllinni um bikarhelgina í ár. Stelpurnar í meistaraflokki tryggðu sig þangað með góðum sigri á Stjörnunni og fá því tækifæri á að verja titilinn, en það eru fleiri lið frá Grindavík einnig á leið í Höllina. Stelpurnar í 10. flokki kvenna eru komnar í úrslit eftir sigur á Keflavík en þær urðu …
Frábær árangur Grindvíkinga á afmælismóti JSÍ
Afmælismót Júdósambands Íslands fór fram um helgina en þar áttu Grindvíkingar níu öfluga keppendur sem unnu til alls sex verðlauna á mótinu. Komu þeir heim með tvenn gullverðlaun, þrenn silfur og ein bronsverðlaun. Úrslitin á mótinu í heild sinni má sjá á heimasíðu Júdófélags Reykjavíkur en verðlaunahafar frá Grindavík voru eftirfarandi: Drengir U13 -38Hjörtur Klemensson, 2. sæti Drengir U13 -46Agnar …
GG mætir til leiks í 4. deildinni í sumar
Hið fornfræga lið GG sem gerði garðinn frægan í 4. deildinni seint á síðustu öld hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðið mun leika í 4. deildinni í sumar og í bikarnum en um 30-40 knattspyrnukempur á ýmsum aldri æfa með liðinu sem æfir í Hópinu tvisvar í viku. Í hópnum eru fjölmargir fyrrum leikmenn meistaraflokks UMFG ásamt öðrum …