GG mætir til leiks í 4. deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fornfræga lið GG sem gerði garðinn frægan í 4. deildinni seint á síðustu öld hefur nú gengið í gegnum endurnýjun lífdaga. Liðið mun leika í 4. deildinni í sumar og í bikarnum en um 30-40 knattspyrnukempur á ýmsum aldri æfa með liðinu sem æfir í Hópinu tvisvar í viku. Í hópnum eru fjölmargir fyrrum leikmenn meistaraflokks UMFG ásamt öðrum knattspyrnumönnum úr ýmsum áttum. 

Formaður GG er Heimir Daði Hilmarsson og varaformaður Vilmundur Thor Jónasson. Leit stendur yfir að þjálfara fyrir liðið og þá er einnig unnið að samstarfssamningi GG og UMFG.