Forsala á bikarúrslitin í fullum gangi

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Forsala á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kostar 2.000 kr. í forsölu hjá UMFG en 2.500 kr. í hurðinni á leikdegi. Athugið að aðeins 300 miðar eru í boði í forsölu en henni lýkur á fimmtudaginn.

Miðarnir gilda bæði á karla og kvennaleikina.