Seinni umferð Inkassodeildar karla í knattspyrnu hefst í kvöld þegar Grindavík sækir Hauka heim á gervigrasvellinum að Ásvöllum í Hafnarfirði kl. 19:15. Mikið er í húfi, hver leikur er nánast úrslitaleikur í harðri toppbaráttu. Grindavík er í 2. sæti með 21 stig en síðan koma þrjú lið sem narta í hælana. Haukar eru í 9. sæti með 11 stig en …
Pylsupartý fyrir nágrannaslaginn
Það verður svakalegur nárannaslagur í B-riðli 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík. Fyrir leik eða frá kl. 19 verður boðið upp á grillaðar pylsur. Sérstakir heiðursgestir á leiknum verða fótboltastelpurnar sem kepptu á Símamótinu um síðustu helgi. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á Grindavíkurvöll og styðja stelpurnar. Grindavík er á toppnum með …
GG mætir toppliðinu
GG tekur á móti toppliði ÍH í B-riðli 4. deildar karla í Grindavík í kvöld. GG er með 9 stig í riðlinum eftir 7 umferðir en ÍH trónir á toppnum með 16 stig. Ókeypis er á völlinn. Með GG leika margar gamlar kempur úr Grindavíkurliðinu eins og Scott Ramsey, Ray Anthony Jónsson að ógleymdum Vilmundi Þór Jónassyni fyrirliða.
Grindavík komið í 2. sætið
Grindavík er komið í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla eftir öruggan sigur á Fram á Laugardalsvelli um helgina, 2-0. Grindavík var mun sterkari aðilinn í leikinn en það tók 43 mínútur að brjóta ísinn. William Daníels skoraði fallegt mark, hans fjórða í sumar. Rodrigo Gomes Mateo bætti svo við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Strax …
Ókeypis aðgangur á leik Fram og Grindavíkur
Grindavík sækir Fram heim í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Laugardalsvellinum á morgun, laugardag kl. 14:00. Ókeypis aðgangur verður á leiknum til minningar um Hörð Einarsson, „Kastró“ sem var einn dyggasti stuðningsmaður Fram en hann lést síðastliðin laugardag, 75 ára að aldri. Hörður var sæmdur silfurkrossi Fram á 105 ára afmæli Knattspyrnufélagsins FRAM árið 2013.
Góð endurkoma tryggði dýrmætt stig
Grindavík og KA skyldu jöfn 2-2 í Inkassodeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KA komst yfir snemma leiks og bætti svo við öðru marki en bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni þar sem ungur og óreyndur markvörður Grindvíkinga hefði átt að gera betur. Í seinni hálfleik fóru Grindvíkingar hins vegar á kostum gegn toppliðinu og tókst að jafna metin af …
Unglingalandsmót UMFÍ
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi og hefst það 28.júlí og stendur til 31.júlí, búið er að opna fyrir skráningar og lýkur henni 23.júlí. Við minnum alla þá á sem ætla sér að fara á landsmótið að UMFG greiðir 3000.- kr. til baka af keppnisgjaldinu. Senda þarf einungis tölvupóst á umfg@umfg.is með afriti af greiðslunni fyrir hvert …
RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður RISASLAGUR á Grindavíkurvelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti toppliði KA í 1. deild karla, Inkassodeildinni, í 10. umferð. KA trónir á toppnum með 22 stig en Grindavík er í 3. sæti með 17 stig. Það er því mikið í húfi ef Grindavík ætlar sér að gera alvöru atlögu að því að komast …
RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður RISASLAGUR á Grindavíkurvelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti toppliði KA í 1. deild karla, Inkassodeildinni, í 10. umferð. KA trónir á toppnum með 22 stig en Grindavík er í 3. sæti með 17 stig. Það er því mikið í húfi ef Grindavík ætlar sér að gera alvöru atlögu að því að komast …
Martin og Hörður Axel með sumaræfingu í Grindavík
Landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Martin Hermannsson koma í heimsókn á sumaræfingarnar hjá körfuboltanum á morgun, miðvikudag. Þeir stjórna æfingu dagsins og tala síðan við krakkana eftir æfingu og svara spurningum. Það þarf vart að kynna þessa kappa til leiks. Hörður Axel er búinn að vera atvinnumaður í 7 ár í stærstu deildum Evrópu. Hörður hefur leikið í þýsku,spænsku og …