RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það verður sannkallaður RISASLAGUR á Grindavíkurvelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti toppliði KA í 1. deild karla, Inkassodeildinni, í 10. umferð. KA trónir á toppnum með 22 stig en Grindavík er í 3. sæti með 17 stig. Það er því mikið í húfi ef Grindavík ætlar sér að gera alvöru atlögu að því að komast upp úr deildinni. Grindavík hefur gengið vel á heimavelli og fengið 13 stig af 15 mögulegum. Grindvíkingar eru hvattir til þess mæta á völlinn í kvöld og styðja við bakið á strákunum okkar í þessum stórslag.