Jón Axel fer vel af stað með Davidson háskólanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson fer vel af stað með liði sínu hjá Davidson háskólanum í bandaríska háskólaboltanum. Jón var í byrjunarliðinu í fyrsta leik, skoraði 13 stig, tók 7 fráköst og gaf 4 stoðsendingar á aðeins 23 mínutum. Lokatölur leiksins urðu 104-58, Davidson í vil. Tölfræði leiksins má lesa hér. Jón var í nokkuð ítarlegu viðtali hjá Karfan.is á dögunum sem …

Herrakvöld körfunnar nálgast

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Nýjustu fréttir af herrakvöldi körfunnar sem verður haldið næstkomandi laugardag má lesa hér að neðan. UMFG.is tekur enga ábyrgð á þessum orðaflaumi sem hér birtist: „Nú hefur það verið staðfest að Jón Eðvald Halldórsson verður ræðumaður á laugardaginn kemur á Herrakvöldi körfunnar. Jón sem reyndar er Keflvíkingur eins og Sævar Sævars sem ætlar að sjá um veislustjórn er einnig svokallaður …

Grindavík mætir ÍR í 16-liða úrslitum Maltbikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 16-liða úrslit Maltbikarsins karlamegin í dag og fengu Grindvíkingar heimaleik gegn ÍR-ingum. Er þetta einn af þremur úrvalsdeildarslögum umferðarinnar. Leikið verður dagana 4. og 5. desember en ekki er búið að raða leikjunum nánar niður. Viðureignir í 16-liða úrslitum eru eftirfarandi: Njarðvík-b · HötturKeflavík · Þór ÞorlákshöfnValur · SkallagrímurFSu · SindriGrindavík · ÍRHaukar · Haukar-bÞór Akureyri · …

Stelpurnar lögðu laskað lið Njarðvíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur unnu góðan bikarsigur í gær þegar þær lögðu lið Njarðvíkur í Maltbikaranum, 85-70. Njarðvíkingar urðu fyrir áfalli snemma í leiknum þegar Carmen Tyson varð fyrir meiðslum og gat ekki klárað leikinn. Carmen hefur farið hamförum með liðinu í vetur og hefur verið að skora tæp 39 stig í leik og taka 16 fráköst. Gestirnir lögðu þó ekki árar í …

Grindavík sigraði Stjörnuna í dramatískum háspennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið áfram Maltbikarkeppni karla eftir 86-82 sigur á Stjörnunni í hádramatískum leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Lewis Clinch tryggði Grindavík sigurinn með löngum þristi sekúndubrotum fyrir leikslok eftir að Ólafur Ólafsson hafði stolið boltanum í vörninni og mögulega kannski sett annan fótinn örlítið út fyrir völlinn í leiðinni. En karfan var dæmd góð og gild og …

Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar verður laugardaginn 12. nóvember

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Hið margrómaða herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Enn er margt á huldu um framkvæmd kvöldsins en eitthvað er þó byrjað að fréttast úr herbúðum skipuleggjanda, t.d. að veislustjóri verður Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson. Nefndin hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Jæja Grindvískir karlmenn! Síðasti „viðburðurinn” áður en jólageðveikin ræðst á okkur er núna á laugardaginn kemur, 12. …

Bikartvíhöfði í Mustad-höllinni í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það eru tveir hörku bikarleikir á dagskrá í Mustad-höllinni í dag. Fyrst eru það stelpurnar sem mæta liði Njarðvíkur kl. 16:00 og svo kl. 19:15 taka strákarnir á móti Stjörnunni. Þetta eru tvö afar sterk lið sem heimsækja Grindavík í dag og þarf okkar fólk á góðum stuðningi að halda úr stúkunni.  Allir á völlinn og áfram Grindavík!

Strákarnir aftur á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir tvo tapleiki í röð í Dominos-deild karla komust Grindvíkingar aftur á sigurbrautina í gær þegar þeir sóttu ÍR-inga heim. Leikurinn var jafn framan af en undir lokin leit allt út fyrir að heimamenn myndu klára leikinn. Grindvíkingar sýndu þó mikinn styrk og kláruðu leikinn að lokum, 78-81. Karfan.is fjallaði um leikinn og tók myndina sem fylgir fréttinni: „ÍR-ingar fengu …

Bjarni Magnússon tekur við þjálfun kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lið meistaraflokks kvenna í körfubolta var ekki lengi þjálfaralaust, en eins og við greindum frá í gær sagði Björn Steinar Brynjólfsson starfi sínu lausu í fyrrakvöld. Eftirmaður hans er nú þegar fundinn en það er Bjarni Magnússon. Bjarni er ekki að koma til Grindavíkur í fyrsta sinn en hann var leikmaður meistaraflokks karla rétt fyrir síðustu aldamót. Bjarni þjálfaði karlalið …

Jósef ekki með Grindavík í Pepsi-deildinni – að öllum líkindum á leið í Stjörnuna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur orðið fyrir blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en fyrirliði liðsins, Jósef Kristinn Jósefsson, hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við liðið. Jósef hefur verið einn af betri leikmönnum liðsins undanfarin ár og á 186 leiki að baki með Grindavík. Samkvæmt heimildum fótbolta.net mun hann leika með Stjörnunni á komandi sumri. Við hjá Grindavik.is þökkum Jobba kærlega fyrir hans …