Nágrannaslagur í kvöld – Njarðvík í heimsókn

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Mustad-höllinni í kvöld þegar Njarðvík mætir í heimsókn í Domino’s deild karla. Víkurfréttir tóku Lalla tali í dag sem var hóflega bjartsýnn fyrir leikinn og sagði að Njarðvíkingar væru til alls líklegir enda í sárum eftir síðasta leik og eflaust þyrstir þá í sigur.

„Við þurfum að mæta tilbúnir til að vinna þennan leik. Þeir eru með hörkulið og mjög góðar skyttur og gætu auðveldlega rúllað yfir okkur ef við mætum ekki tilbúnir. Þótt þeir séu í vandræðum með stóra menn þá eru þetta samt strákar sem kunna körfubolta mjög vel. Gengi þeirra upp á síðkastið hefur kannski ekki sýnt hvað þeir geta í raun og veru,” – sagði Lalli í samtali við Víkurfréttir.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í stúkuna, gulir og glaðir.