Grindavík sigraði Stjörnuna í dramatískum háspennuleik

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið áfram Maltbikarkeppni karla eftir 86-82 sigur á Stjörnunni í hádramatískum leik þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Lewis Clinch tryggði Grindavík sigurinn með löngum þristi sekúndubrotum fyrir leikslok eftir að Ólafur Ólafsson hafði stolið boltanum í vörninni og mögulega kannski sett annan fótinn örlítið út fyrir völlinn í leiðinni. En karfan var dæmd góð og gild og Grindavík því komið áfram.

Karfan.is var í Mustad-höllinni:

Allt vitlaust þegar að Grindavík sló Stjörnuna út úr bikarnum

Stjarnan heimsótti Grindvíkinga í Mustad höllina í kvöld í 32 liða úrslitum Malt bikarsins. Eftir hörkuspennandi leik vann Grindavík með fjórum stigum, 86 – 82.

Þáttaskil
Grindvíkingar leiddu leikinn fram í fjórða leikhluta. Þeir komust í 8 stiga mun í þriðja leikhluta en Stjarnan byrjaði þá að höggva á forskot Grindvíkinga og komust yfir í þeim fjórða 71 – 73. Eftir jafnan kafla komst Stjarnan 6 stigum yfir með því að setja niður tvær þriggja stiga körfur. Grindvíkingar ná sér á strik og setja einn þrist og aðra tveggja stiga í kjölfarið.

Stjarnan tekur leikhlé og staðan orðin 80 – 81 Stjörnunni í vil. Hrafn tekur leikhlé. Spennan í húsinu er svakaleg og Shouse skilar einu víti af tveimur fyrir Stjörnuna. Staðan þá orðin 80 – 82. Jóhann tekur þá leikhlé fyrir hönd Grindvíkinga. Eftir leikhlé fær Ólafur boltann inn úr innkastinu, tekur og drive-ar að körfunni og setur flott lay-up en það var eins og Stjörnumenn byggjust ekki við lay-up heldur frekar þriggja stiga skoti.

Staðan orðin 82 – 82 og Stjarnan tekur sitt síðasta leikhlé. Ólafi Ólafssyni tekst að stela boltanum og senda hann yfir á Lewis Clinch sem klára spennuþrunginn þrist langt fyrir utan og setur hann ofan í. Hrafn verður brjálaður á hliðarlínunni og ætlast til að fá boltan dæmdan útaf þar sem Ólafur stal boltanum. Það endaði með tæknivillu á Hrafn og Ólafur klárar leikinn með að setja niður vítaskot. Staðan orðin 86 – 82 Grindvíkingum í vil.

Tölfræðin lýgur ekki
Grindvíkingar voru með hörku vítanýtingu, 91%.

Hetjan
Þétt vörn Grindvíkinga skilaði þeim sigri ásamt flottri liðsheild. Fjórir leikmenn Grindavíkur skoruðu yfir 10 stig og voru Grindvíkingar að spila flottan bolta.

Eitthvað vantaði upp á hjá Stjörnunni en Justin Shouse var kominn með 17 stig í fyrri hálfleik og bætti við 13 til viðbótar í seinni hálfleik. Shouse var mikið með boltann og setti færin sín mikið upp sjálfur.

Kjarninn
Grindvíkingar eru komnir áfram í Malt bikarnum eftir hörkuspennandi leik í Mustad höllinni gegn Stjörnunni. Þeir höfðu mikið fyrir sigrinum og spiluðu flotta vörn. Dagur Kár er góð viðbót við hópinn og átti flottan leik í sínum fyrsta leik á heimavelli með Grindvíkingum.

Tölfræði leiks