Herrakvöld körfuknattleiksdeildarinnar verður laugardaginn 12. nóvember

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Hið margrómaða herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið laugardaginn 12. nóvember næstkomandi. Enn er margt á huldu um framkvæmd kvöldsins en eitthvað er þó byrjað að fréttast úr herbúðum skipuleggjanda, t.d. að veislustjóri verður Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson.

Nefndin hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

„Jæja Grindvískir karlmenn!

Síðasti „viðburðurinn” áður en jólageðveikin ræðst á okkur er núna á laugardaginn kemur, 12. nóvember. Við erum að tala um Herrakvöld Körfunnar. Það eina sem gefið er upp í dag er að veislustjóri er fyndnasti núlifandi Keflvíkingurinn Sævar Sævarsson. Hann er þekktur fyrir ýmislegt þó aðallega að sitja á bekknum. Svo er hann líka vitleysingur. Fylgist með á helstu miðlum næstu daga en drífið ykkur í að kaupa miða, það auðveldar kokkunum svo!“