Alexander Veigar og Petrúnella íþróttafólk ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu …

Gleðileg jólakveðja frá UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …

Stuðningsmaður ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti.  Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is  í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016  Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015. 

Slaufur

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.   

416 kílómetrar syntir í sundmaraþoninu

Ungmennafélag GrindavíkurSund

Um helgina stóð Sunddeild UMFG fyrir tveggja sólarhringa maraþonsundi en að þessu sinni var sundið til styrktar Jóhannesi Gíslasyni sem glímir við sjaldgæfan hrörnunarsjúkdóm. Fjölmargir gestir tóku þátt í maraþoninu, þar á meðal bæði knattspyrnu- og körfuknattleiksdeild UMFG en alls voru 416 kílómetrar syntir á þessum tveimur sólarhringum. Víkurfréttir greindu nánar frá: „Við reynum að gefa af okkur líka. Við …

Sundmaraþon næstu helgi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Sunddeild UMFG hefur ákveðið að halda sundmaraþon næstkomandi helgi, eða dagana 28. – 30. október, og mun það hefjast kl 14:00 næsta föstudag og enda á sunnudaginn kl 14:00. Það er öllum velkomið að koma við og sýna stuðning og fá sér jafnvel kaffi og hvetja krakkana um helgina. Að þessu sinni verður áheitum safnað til styrkja Jóhannes Hilmar Gíslason …

Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar á föstudagskvöldið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG verður haldið í Gjánni í íþróttamiðstöðinni næstkomandi föstudag, þann 30. september. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Forsala fer fram í aðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni fimmtudaginn 29. september milli kl. 18:00 og 20:00 og kostar miðinn aðeins 5.500 kr. í forsölu en 6.000 kr. við innganginn. Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka …

Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar verður 30. september

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Sund

Hið árlega sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar verður þann 30. september þetta árið. Líkt og í fyrra verður kvöldið haldið í Gjánni og verður engu til sparað að þessu sinni til að gera þennan skemmtilega viðburð sem flottastann. Miðasala og fyrirkomulag hennar verður nánar auglýst á næstu dögum.

Æfingagjöld UMFG 2016-2017

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það …

Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið að þessu sinni í Borgarnesi og hefst það 28.júlí og stendur til 31.júlí, búið er að opna fyrir skráningar og lýkur henni 23.júlí. Við minnum alla þá á sem ætla sér að fara á landsmótið að UMFG greiðir 3000.- kr. til baka af keppnisgjaldinu. Senda þarf einungis tölvupóst á umfg@umfg.is með afriti af greiðslunni fyrir hvert …