Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar á föstudagskvöldið

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Sund

Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG verður haldið í Gjánni í íþróttamiðstöðinni næstkomandi föstudag, þann 30. september. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Forsala fer fram í aðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni fimmtudaginn 29. september milli kl. 18:00 og 20:00 og kostar miðinn aðeins 5.500 kr. í forsölu en 6.000 kr. við innganginn.

Sunddeildin hefur fengið til liðs við sig meistarakokka Bláa Lónsins sem ætla að töfra fram dýrindis sjávarrétti úr hafinu umhverfis Grindavík.