Grindavík – KR í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og KR mætast í undanúrslitum Lengjubikarsins í kvöld.  Grindavík komst í úrslitin með því að leggja Njarðvík en KR sigraði KFÍ.  Leikurinn byrjar klukkan 20:00 í Ljónagryfjunni Njarðvík. Keflavík og Snæfell mætast í hinum undanúrslitaleiknum á sama stað en sá leikur hefst klukkan 18:00. Úrslitaleikurinn verður svo spilaður á sunnudaginn klukkan 19:15

Kendall Timmons til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur gengið frá ráðningu á nýjum bandarískum leikmanni og varð Kendall Timmons úr Tulane háskólanum fyrir valinu. Kendall útskrifaðist í vor og er því að hefja atvinnumannaferil sinn. Hann er bakvörður/framherji og ætti að vera sú tegund af leikmanni sem hentar best í deildinni okkar.  Það er vonandi að lukkan snúist aftur á sveif með okkur Grindvíkingum því eftir …

Grindavík í undanúrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Njarðvík í Lengjubikarnum í gær 84-83 og eru því komnir í úrslitakeppnina sem fram fer um helgina.  Leikurinn í gær var spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn voru alltaf skrefinu á undan.  Það var hinsvegar á síðustu mínútunum sem okkar menn jöfnuðu og komust yfir og fór Þorleifur Ólafsson þar fremstur í flokki með 5 síðustu stig leiksins. …

Grindavík – Valur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hreinn úrslitaleikur í A riðli Lengjubikars kvenna fer fram í Grindavík í kvöld.  Grindavík tekur þá á móti Val en bæði lið hafa unnið sína leiki og sigurvegari kvöldsins mætir Haukum í úrslitum Lengjubikarsins. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:15 og ef Grindavík vinnur þá er úrslitaleikurinn 29.september.

Grindavík 99 – Keflavík 82

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tók á móti Keflavík í Lengjubikarnum í kvöld.  Enginn erlendur leikmaður lék með Grindavík í kvöld þar sem samning við Chris Stephenson var sagt upp líkt og sést hér fyrir neðan. Kanaleysi kom að sjálfsögðu ekki að sök og vann Grindavík leikinn nokkuð örugglega 99-82. Fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigrinum þar sem staðan var 25-9 eftir leikhlutann. Bræðurnir Ólafur …

Chris leystur undan samningi

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Chris Stephenson, erlendur leikmaður Grindavíkur, heldur af landi brott á næstu dögum. Hann stóð engan veginn undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar og var samningi við hann þar með rift. Leit stendur yfir af nýjum leikmanni og er stefnt að því hann komi til landsins sem fyrst. Áfram Grindavík.

Útileikir í Lengjubikarnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði karla og kvennalið Grindavíkur spila í Lengjubikarnum í kvöld á útivöllum.  Karlaliðið gegn Keflavík í TM höllinni og kvennaliðið gegn Hamar í Hveragerði.  Báðir leikir fara fram klukkan 19:15

Grindavík 109 – Tindastóll 108

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvík sigraði Tindastól í tvíframlengdum leik í gær, 109-108.  Var þetta þriðji leikur liðisins í Lengjubikarnum þar sem Grindavík hefur unnið tvo en tapað einum. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var stigahæstur með 24 stig, Þorleifur Ólafsson 18 stig, Daníel Guðni Guðmundsson 17 stig og Jóhann Árni Ólafsson 15. Næsti leikir er gegn Keflavík á útivelli 18. september.

Nýr leikmaður:María Ben Erlingsdóttir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Keflvíkingurinn María Ben Erlingsdóttir mun á komandi tímabili spila með Grindvíkingum en í gær var skrifað undir samning þess eðlis. Miðherjinn María er uppalin í yngri flokkum Keflavíkur en hún lék síðast með Valsstúlkum í efstu deild á Íslandi árið 2011. Í fyrra lék hún í Frakklandi. Grindvíkingar eru aldeilis búnir að styrkja sig en Pálína Gunnlaugsdóttir gekk einnig til …

Grindavík-Keflavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Keflvíkingum í Lengjubikar kvenna í kvöld klukkan 19:15 Liðin hafa bæði spilað einn leik í mótinu, Grindavík sigraði Stjörnuna 71-6 en Keflavík tapaði fyrir Val 58-63. Skemmtilegt verður að fylgjast með Grindavíkurstelpum í vetur og því upplagt að kíkja við í Röstina í kvöld og sjá hvernig liðið kemur undan sumri.