Grindavík í undanúrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík sigraði Njarðvík í Lengjubikarnum í gær 84-83 og eru því komnir í úrslitakeppnina sem fram fer um helgina. 

Leikurinn í gær var spennandi frá fyrstu mínútu en heimamenn voru alltaf skrefinu á undan.  Það var hinsvegar á síðustu mínútunum sem okkar menn jöfnuðu og komust yfir og fór Þorleifur Ólafsson þar fremstur í flokki með 5 síðustu stig leiksins.

Jóhann Árni Ólafsson var stigahæstur með 19 stig.  Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 15 stig og 20 framlagsstig ásamt Ólafi Ólafssyni sem hefur átt mjög góða leiki í mótinu með 17.6 framlagsstig að meðaltali. Sigurður Gunnar Þorsteinsson efstur með 20.9 framlagsstig að meðaltali.

Grindavík mætir KR á föstudaginn klukkan 20:00 í Njarðvík og má þar búast við frábærum leik.

Mynd hér að ofan er frá karfan.is þar sem flott myndasafn úr leiknum er að finna.