Hector Harold sendur heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lið Grindavíkur í Dominosdeild karla er án erlends leikmanns þessa dagana, en Hector Harold fékk reisupassann núna fyrir helgi. Hector sem er léttur framherji að upplagi var fengin til Grindavíkur til að leysa stöðu miðherja en sú tilraun gekk ekki upp. Í þeim þremur leikjum sem hann lék með Grindavík í Lengjubikarnum var hann aðeins með 8 stig að meðaltali …

Grindvíkingar semja við framherjann Eric Wise

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eins og við greindum frá í morgun var hinn bandaríski Hector Harold leystur frá störfum hjá úrvalsdeildarliði Grindavíkur í körfubolta núna á föstudaginn. Grindvíkingar sátu þó ekki með hendur í skauti og hófu strax leit að nýjum leikmanni og hafa nú þegar samið við nýjan leikmann, Eric Wise að nafni. Eric, sem er Bandaríkjamaður fæddur árið 1990 og lék áður …

Herrakvöld körfunnar er á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Næstkomandi föstudagskvöld verður herrakvöld körfuknattleiksdeildar UMFG haldið með pomp og prakt í Gjánni í nýja íþróttamannvirkinu. Dagskráin er glæsileg að vanda og miðaverðinu stillt í hóf. Frábær matur og frábær skemmtun sem enginn karlmaður ætti að láta framhjá sér fara. Auglýsingu frá skipuleggjendum má sjá hér að neðan:   Já kæri heimur.Herrakvöld körfunnar verður haldið föstudaginn næstkomandi eða 9. október …

Búningasala hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður í dag, mánudaginn 5. október, frá kl 17:30-18:30 í GjánniBúningurinn kostar 10.000- kr og sokkar eru lika seldir á 1000- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun. Þá vekjum við athygli á að stuðningsmenn Grindavíkur geta keypt stakar treyjur í fullorðinsstærðum en treyjurnar kosta 5.000- kr. Kjörið tækifæri til að græja sig upp …

Fjáröflun 8. og 9. flokks kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Á eftir ætla körfuknattleiksstúlkur í 8. og 9. flokki ganga í hús hér í bæ og selja gómsætar nýuppteknar íslenskar gulrætur. 1,3 kg á aðeins 1.000 krónur. Einnig verður hægt að panta allskonar dýrindis afurðir beint frá býli hjá þeim. tökum vel á móti stelpunum sem eru að safna fyrir ferð til Spánar á æfingamót næsta sumar.

Búningasala hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sala á búningum hjá körfuknattleiksdeildinni verður mánudaginn 5.október frá kl 17:30-18:30 í GjánniBúningurinn kostar 10.000.- kr og sokkar eru lika seldir á 1000.- kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun.

Fullt hús í Lengjubikarnum, sigur á Snæfelli í miklum spennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Snæfelli í Lengjubikar kvenna í gærkvöldi í leik sem varð æsispennandi en okkar konur höfðu sigur að lokum, 66-65. Grindavíkurliðið er nokkuð þunnskipað í upphafi móts þar sem fjórir sterkir leikmenn eru úr leik í bili. Whitney Frazier hefur verið afar öflug í fyrstu leikjum haustsins og hélt sínu striki í gær, en hún hefur skorað …

Grindavík valtaði yfir Þórsara í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur sóttu Akureyri heim á mánudagskvöldið í Lengjubikar kvenna. Akureyringar biðu leiksins með nokkurri eftirvæntingu en þetta var fyrsti heimaleikur liðsins undir stjórn Benedikts Guðmundssonar og þar fyrir utan gegn úrvalsdeildarliði. Það er skemmst frá því að segja að 1. deildarlið Þórs átti ekki möguleika í Grindavík, jafnvel þó svo að Grindvíkingarnir Erna Rún Magnúsdóttir og Helga Hallgrímsdóttir leiki með …

Æfingagjöld UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.