Bikartvíhöfði í Mustad-höllinni í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það eru tveir hörku bikarleikir á dagskrá í Mustad-höllinni í dag. Fyrst eru það stelpurnar sem mæta liði Njarðvíkur kl. 16:00 og svo kl. 19:15 taka strákarnir á móti Stjörnunni. Þetta eru tvö afar sterk lið sem heimsækja Grindavík í dag og þarf okkar fólk á góðum stuðningi að halda úr stúkunni.  Allir á völlinn og áfram Grindavík!

Strákarnir aftur á sigurbraut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir tvo tapleiki í röð í Dominos-deild karla komust Grindvíkingar aftur á sigurbrautina í gær þegar þeir sóttu ÍR-inga heim. Leikurinn var jafn framan af en undir lokin leit allt út fyrir að heimamenn myndu klára leikinn. Grindvíkingar sýndu þó mikinn styrk og kláruðu leikinn að lokum, 78-81. Karfan.is fjallaði um leikinn og tók myndina sem fylgir fréttinni: „ÍR-ingar fengu …

Bjarni Magnússon tekur við þjálfun kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lið meistaraflokks kvenna í körfubolta var ekki lengi þjálfaralaust, en eins og við greindum frá í gær sagði Björn Steinar Brynjólfsson starfi sínu lausu í fyrrakvöld. Eftirmaður hans er nú þegar fundinn en það er Bjarni Magnússon. Bjarni er ekki að koma til Grindavíkur í fyrsta sinn en hann var leikmaður meistaraflokks karla rétt fyrir síðustu aldamót. Bjarni þjálfaði karlalið …

Björn Steinar stígur til hliðar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Grindavík, eftir aðeins sjö deildarleiki. Gengi liðsins hefur verið nokkuð undir væntingum en aðeins 2 leikir hafa unnist og síðast í gærkvöldi tapaði liðið gegn Stjörnunni, 67-59. Leit að eftirmanni Björns er nú þegar hafin. Yfirlýsing frá Körfuknattleiksdeild UMFG: Björn Steinar hefur tilkynnt okkur í stjórn Kkd UMFG …

Grindavík lá gegn nýliðum Þórs

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nýliðum Þórs frá Akureyri í Dominos-deild karla í gærkvöldi. Grindavík var með yfirhöndina í leiknum framan af og leiddu í hálfleik, 48-44 en töpuðu seinni hálfleik með 16 stigum og leiknum að lokum með 12, lokatölur 85-97, Þórsurum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn: Þór sótti fyrsta sigurinn til Grindavíkur Þór Akureyri mætti í heimsókn í …

Dagur Kár Jónsson til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú rétt í þessu fóru pennarnir á loft í Gjánni þar sem Dagur Kár Jónsson skrifaði undir samning við körfuknattleiksdeild Grindavíkur. Um gríðarlegan liðsstyrk er að ræða fyrir Grindavík en Dagur er einn af efnilegustu bakvörðum landsins og mun án vafa reynast Grindvíkingum mikill liðsstyrkur. Dagur lék í Bandaríkjunum síðastliðinn vetur með St. Francis háskólanum en á Íslandi lék hann …

Grindavík lagði Íslandsmeistarana í framlengdum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur tóku sig til í gær og skelltu Íslandsmeisturum Snæfells í framlengdum leik, en lokatölur urðu 69-66. Grindavík tók afgerandi forystu í upphafi leiks en hægt og bítandi unnu gestirnir sig inn í leikinn og mátti minnstu muna að þeir færu með sigur af hólmi í venjulegum leiktíma.  Þeir sem fylgdust með leiknum á tölfræðivef KKÍ voru sennilega svekktir því …

Grindavík – Snæfell í kvöld og stelpurnar þurfa þinn stuðning

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Tímabilið í körfunni hefur ekki farið alveg jafn vel af stað hjá stelpunum og þær hefðu sjálfar kosið. Að fimm umferðum loknum hefur aðeins einn sigur skilað sér í hús sem er nokkuð undir væntingum. Stelpurnar fá séns á að bæta sigri í sarpinn í kvöld þegar Íslands- og bikarmeistarar Snæfells koma í heimsókn. Þær óska eftir þínum stuðningi í …

Stórt tap á Hlíðarenda

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur heimsóttu Val á Hlíðarenda í gær í leik sem leit út fyrir að ætla að verða spennandi í byrjun en enda með stórum sigri Valskvenna. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 15-15 en eftir það settu Valskonur í lás og kafsigldu Grindavík algjörlega. Lokatölur 103-63 og 40 stiga tap staðreynd. Karfan.is fjallaði um leikinn: Síðasti leikur 5. umferðar Dominosdeildar kvenna …

KR tók Grindavík í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir að hafa byrjað tímabilið á fljúgandi siglingu þá brotlentu Grindvíkingar harkalega í DHL-höllinni í gær. Íslandsmeistarar KR völtuðu hreinlega yfir okkar menn sem sáu aldrei til sólar en lokatölur urðu 87-62.  Karfan.is gerði leiknum rækilega skil í máli og myndum: KR sigraði Grindavík fyrr í kvöld á heimavelli sínum í DHL Hllinni með 87 stigum gegn 62. Fyrir leikinn …