Grindavík lá gegn nýliðum Þórs

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nýliðum Þórs frá Akureyri í Dominos-deild karla í gærkvöldi. Grindavík var með yfirhöndina í leiknum framan af og leiddu í hálfleik, 48-44 en töpuðu seinni hálfleik með 16 stigum og leiknum að lokum með 12, lokatölur 85-97, Þórsurum í vil.

Karfan.is fjallaði um leikinn:

Þór sótti fyrsta sigurinn til Grindavíkur

Þór Akureyri mætti í heimsókn í Mustad höllina í kvöld og fór heim með sigur í höfn. Leikurinn var jafn fram í fjórða leikhluta en þá silgdi Þór Akureyri fram úr Grindvíkingum.

Þáttaskil
Í enda þriðja leikhluta gerir Jóhann mistök að mínu mati og tekur þá leikmenn sem voru að skora stig fyrir Grindavík útaf sem gerir það að verkum að Grindvík skorar ekki stig síðustu þrjár mínútur leikhlutans. Þór Akureyri heggur þá á forskot Grindavíkur og kemst þremur stigum yfir. Þór Akureyri hélt siglingunni áfram og náði góðu forskoti í fjórða leikhluta Leikurinn endaði 85-97 Þór Akureyri í vil.

Tölfræðin lýgur ekki
Grindvíkingar voru ekki jafn sterkir á þriggja stiga línunni og Þór Akureyri en Grindvíkingar skoruðu einungis úr 17% þriggja stiga skota en Þór Akureyri skilaði 40% þeirra. Liðin voru með jafn mörg fráköst það er 45 hvort lið.

Hetjan
Stigin dreifðust á fimm leikmenn hjá báðum liðum en stigahæstur fyrir Þór Akureyri var Thomas Danero með 25 stig og átti hann flottan leik. Þá var Ólafur Ólafsson með 19 stig fyrir Grindavík.

Kjarninn
Þór Akureyri fagnaði sigrinum með hávaða og látum enda fyrsti leikurinn sem þeir sigra í Dominos deildinni.

Viðtal við Ólaf Ólafsson eftir leik:

Umfjöllun: Jenný Ósk Óskarsdóttir

 

Tölfræði leiksins