Bjarni Magnússon tekur við þjálfun kvennaliðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Lið meistaraflokks kvenna í körfubolta var ekki lengi þjálfaralaust, en eins og við greindum frá í gær sagði Björn Steinar Brynjólfsson starfi sínu lausu í fyrrakvöld. Eftirmaður hans er nú þegar fundinn en það er Bjarni Magnússon. Bjarni er ekki að koma til Grindavíkur í fyrsta sinn en hann var leikmaður meistaraflokks karla rétt fyrir síðustu aldamót.

Bjarni þjálfaði karlalið ÍR síðastliðinn vetur og þá hefur hann einnig komið að þjálfun unglingalandsliða Íslands.

Stjórn körfuknattleiksdeildar sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi á Facebook:

„Jæja gott fólk, stundum gerast hlutirnir hratt. Nú rétt í þessu var Bjarni Magnússon að skrifa undir samning þess efnis að þjálfa kvennaliðið okkar. Samningurinn gildir út tímabilið. Bjarni er þekkt stærð í körfuboltanum á Íslandi og bindum við miklar vonir við þessa ráðningu. Næsta verkefni er Njarðvík í bikarnum a heimavelli klukkan 16.00 á sunnudaginn. Við viljum fulla Mustad-höll!
Stjórn KKD. UMFG“