Sá kastanínubrúnhærði á eflaust eftir að koma með sinn pistil um þennan frábæra sigur en ég verð vant viðlátinn fram í byrjun apríl við gjaldeyrissöfnun á ballarhafinu og á því verðið þið lesendur góðir að taka mið, við lestur pistla minna. Úr fjarska lítur út fyrir frábæran leik okkar manna en þetta var fyrsta tap KR á heimavelli í vetur …
Upplýsingar fyrir Nettómót
Hérna eru nokkrar Gagnlegar upplýsingar um Mótið. Hér er Heimasíða mótsins Upplýsingar um lið Leikjaniðurröðun Vona að þetta einfaldi leitina af uppýsingum
Staðan og spádómar….
Eins og ég nefndi í síðasta pistli mínum þá eru álíka miklar líkur á að spá rétt fyrir um lokastöðu Iceland Express deildarinnar eins og að fá 5 rétta í lottóinu… Það er deginum ljósara að ansi margt á eftir að gerast á lokasprettinum en öllum finnst gaman að spá og spekúlera, alla vega mér… Umferðin sem byrjar í kvöld …
Flottur sigur hjá stelpunum
Næst síðasta umferð Iceland Express deildar kvenna fór fram í kvöld og þar mættust Snæfell og Grindavík í Stykkishólmi Byrjunarlið leiksins: Snæfell: Björg, Berglind, Hildur, Monique, Laura. Grindavík: Berglind, Helga, Harpa, Agnija, Janese. Laura Audere byrjaði af krafti með fyrstu 5 stig leiksins og 3 fráköst. Snæfell komst svo í 7-0 áður en Janese Banks setti þrist fyrir Grindavík. …
Loksins sigur
Grindavík komst aftur á sigurbrautina góðu í gærkvöldi eftir mikilvægan sigur í Röstinni á Hamarsmönnum úr Hveragerði. Lokatölur urðu 87-76 eftir að Hamar hafði haft yfir í hálfleik, 38-41. Það var alveg vitað fyrir leikinn að hann yrði erfiður. Ansi miklar breytingar hafa verið gerðar á liðinu og ber þar kannski hæst Kanaskipti en enginn annar en Nick Bradford er …
Nick Bradford til Grindavíkur
Nick Bradford er aftur á leið til Grindavikurliðsins en hann lék hér við frábæran orðstýr síðari hluta 2008/2009 tímabilsins. Allir vita hvað Nick getur og hvers lags karakter hann hefur að geyma og vonandi mun koma hans koma liðinu aftur á réttu brautina. Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær Nick kemur en unnið er í þeim málum. Frekari fregna …
Naumt tap í Grindavík
Grindavíkurstelpur tóku í kvöld á móti Njarðvíkurstelpum í Röstinni í Grindavík dómarar leiksins voru þeir Björgvin Rúnarsson og Georg Andersen. Ljóst var að bæði lið myndu selja sig dýrt Grindavíkurstúlkur í mikilli fallbaráttu við Fjölnir en Njarðvíkurstúlkur í harðri baráttu við Snæfellsstúlkur um fimmta sætið. 1. leikhluti var þó rólegur, bæði lið hittu ílla, og spiluðu harða vörn, staðan eftir fyrsta leikhluta …
Stutt stopp hjá Sims….
Kevin Sims hélt af landi brott í dag en honum var sagt upp í gærkvöldi. Hann stóð engan veginn undir væntingum og því var þetta óumflýjanleg ákvörðun, sérstaklega í ljósi mjög slæms gengis liðsins um þessar mundir. Það kemur í ljós í leiknum á föstudag á móti Hamri hvort nýr eða nýjir leikmenn verði komnir til liðs við liðið…. …
Myndir frá póstmóti
Hérna eru myndir frá póstmóti Breiðabliks sem ég tók þar það má senda mér fleiri myndir til að birta á síðunni á bjarni@umfg.is
Kærar þakkir
Það fór ekki eins og við vildum í gær í Laugardalshöllinni og þurfum við að bíta í það súra epli að hafa tapað tveimum úrslitaleikjum í röð, eftir að hafa unnið fyrstu fjóra. Ég var ansi bjartsýnn í hálfleik og hélt að við værum að reka af okkur slyðruorðið en því fór víðs fjarri og sama hörmungarspilamennskan tók sig …