Wise kveður Grindavík – Marshall fær leikheimild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur og Eric Wise hafa komist að samkomulagi um starfslok og mun Wise því ekki leika fleiri leiki með Grindavík í vetur í Dominos-deild karla. Wise kom til Grindavíkur í ágúst og voru bundnar miklar væntingar til hans. Því miður hafa meiðsli sett strik í reikninginn og náði Wise því miður ekki að sýna þá hæfileika sem hann sannarlega …

Grindavík – KR | Í beinni á GrindavíkTV

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík mætir KR í HS Orku-höllinni mánudagskvöldið 8. febrúar næstkomandi. Leikurinn hefst kl. 19:15. Grindavík freistar þess að komast aftur á sigurbraut eftir ágætt gengi í fyrstu leikjum tímabilsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á GrindavíkTV en áhorfendur verða ekki leyfðir á leiknum sökum samkomutakmarkanna. Aðgangur að útsendingunni hjá GrindavíkTV mun kosta aðeins 1480 kr.- og er til stuðnings Körfuknattleiksdeildar …

Marshall Nelson semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hefur samið við ástralska bakvörðinn Marshall Nelson sem er væntanlegur til félagsins á næstu dögum. Nelson er 27 ára gamall og er með belgískt ríkisfang. Hann lék með Jamtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þar með 8,4 stig að meðaltali í leik. „Marshall er hæfileikaríkur bakvörður sem bæði getur tekið upp boltann og er góður skorari. …

Afreksæfingar hjá körfuknattleiksdeildinni á sunnudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Næstkomandi sunnudag 31. janúar munu hefjast afreksæfingar hjá Kkd Grindavík. Við munum byrja með æfingar fyrir stúlkur og drengi í 8. flokk og eldri, en bæta við yngri iðkendum fljótlega. Nökkvi Már Jónsson mun hafa yfirumsjón með þessum æfingum, ásamt yfirþjálfurum deildarinnar Guðmundi Bragasyni og Stefaníu Jónsdóttir.  Aðrir þjálfarar og meistaraflokksleikmenn munu kíkja í heimsókn í vetur til að aðstoða …

Beinar útsendingar frá heimaleikjum yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeildin hefur ákveðið að sýna alla heimaleiki yngri flokka deildarinnar beint á netinu á meðan áhorfendabann er. Hægt er að fylgjast með leikjunum á youtube síðu Ungmennafélags Grindavíkur : https://www.youtube.com/channel/UCxkyhpQ9-FcBM0yjMkoMUcQ Fyrstu leikir sem verða í beinni útsendingu eru um helgina: Laugardagur 30. janúar kl. 14:30, Grindavík – Þór Akueyri, 10 flokkur drengja Sunnudagur 31. janúar kl. 14:00, Grindavík – UMFK, 10. …

HS Orku-höllin í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnir með gleði í hjarta að heimavöllurinn okkar mun kallast HS Orku-höllin næstu þrjú ár hið minnsta. Við erum ákaflega þakklát HS Orku fyrir að styðja við bakið á körfuboltanum í Grindavík með svona myndarlegum hætti. HS Orka er stórt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Grindavík og endurspelgar fyrirtækið á margan hátt kraftinn og orkuna sem býr í Grindvíkingum. …

Grindavík með þægilegan sigur fyrir vestan

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík hélt vestur á firði og mætti heimakonum í Vestra á Ísafirði í 1. deild kvenna í dag. Eftir jafnan fyrsta leikhluta, sem fór 19-20 fyrir Grindavík, þá stungu gestirnir af í öðrum leikhluta sem þær unnu 8-27. Þótt jafnræði væri með liðunum í síðustu tveimur leikhlutunum þá minnkaði munurinn ekki og Grindavík fór að lokum með 71-91 sigur af …

„Styrkleikar liðsins liggja í breiddinni“

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Dagur Kár Jónsson missti af næstum öllu síðasta tímabili vegna meiðsla, svo að eftirvæntingin fyrir því að spila á ný hlýtur að vera extra mikil. Við settum okkur í samband við hann og tókum púlsinn á honum, nú þegar loks lítur út fyrir að hægt verði að spila körfubolta í efstu deild á ný fljótlega. Hvernig hefur þessi bið lagst …

Körfubolti fyrirferðamikill á heimilinu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Hekla Eik Nökkvadóttir spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í desember 2019 og var fljótt farin að spila stórt hlutverk í liði Grindavíkur í efstu deild. Liðið spilar núna í 1. deild og hafði spilað fjóra leiki áður en tímabilið fór í COVID pásu og er óhætt að segja að Hekla hafi byrjað tímabilið stórkostlega með tvöfalda tvennu að meðaltali, 16,8 stig …

Sigtryggur Arnar semur við lið á Spáni

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Sigtryggur Arnar Björnsson mun ekki leika meira með Grindavík í Dominos-deild karla á tímabilinu. Arnar hefur samið við spænska liðið Real Canoe í Madríd sem leikur í LEB Oro-deildinni á Spáni eða næstefstu deild. Brotthvarf Arnars frá Grindavík er liðinu mikil blóðtaka. Arnar var með 17,8 stig að meðaltali í leik á síðasta tímabili og hefur verið einn af lykilmönnum …