Afreksæfingar hjá körfuknattleiksdeildinni á sunnudaginn

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Næstkomandi sunnudag 31. janúar munu hefjast afreksæfingar hjá Kkd Grindavík. Við munum byrja með æfingar fyrir stúlkur og drengi í 8. flokk og eldri, en bæta við yngri iðkendum fljótlega.

Nökkvi Már Jónsson mun hafa yfirumsjón með þessum æfingum, ásamt yfirþjálfurum deildarinnar Guðmundi Bragasyni og Stefaníu Jónsdóttir.  Aðrir þjálfarar og meistaraflokksleikmenn munu kíkja í heimsókn í vetur til að aðstoða og leiðbeina.

Þessar afreksæfingar eru opnar fyrir alla iðkendur körfuknattleiksdeildar sem vilja bæta sinn leik.

Æfingarnar verða í nýja salnum í íþróttahúsinu á eftirfarandi tímum:
Kl. 11:00 – 12:00 8. og 9. bekkur, drengir og stúlkur
Kl. 12:00 – 13:00 10 bekkur og eldri, drengir og stúlkur

Hlökkum til að sjá sem flesta á sunnudaginn!