HS Orku-höllin í Grindavík

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnir með gleði í hjarta að heimavöllurinn okkar mun kallast HS Orku-höllin næstu þrjú ár hið minnsta.

Við erum ákaflega þakklát HS Orku fyrir að styðja við bakið á körfuboltanum í Grindavík með svona myndarlegum hætti. HS Orka er stórt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Grindavík og endurspelgar fyrirtækið á margan hátt kraftinn og orkuna sem býr í Grindvíkingum. Okkur hlakkar til að bjóða Grindvíkingum að mæta í HS Orku-höllina þegar áhorfendabanni verður aflétt.

Við förum afar spennt inn í þetta aukna samstarf með HS Orku sem við erum fullviss um að verði báðum aðilum gæfuríkt!
Á myndinni má sjá þá Jón Júlíus Karlsson framkvæmdastjóra Grindavíkur og Tómas Má Sigurðsson forstjóra HS Orku
Áfram Grindavík!