Beinar útsendingar frá heimaleikjum yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeildin hefur ákveðið að sýna alla heimaleiki yngri flokka deildarinnar beint á netinu á meðan áhorfendabann er.

Hægt er að fylgjast með leikjunum á youtube síðu Ungmennafélags Grindavíkur : https://www.youtube.com/channel/UCxkyhpQ9-FcBM0yjMkoMUcQ

Fyrstu leikir sem verða í beinni útsendingu eru um helgina:
Laugardagur 30. janúar kl. 14:30, Grindavík – Þór Akueyri, 10 flokkur drengja
Sunnudagur 31. janúar kl. 14:00, Grindavík – UMFK, 10. flokkur stúlkna

Endilega kíkja á netið og fylgist með okkar efnilegu körfuknattleiksiðkendum!