Grindavík með þægilegan sigur fyrir vestan

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík hélt vestur á firði og mætti heimakonum í Vestra á Ísafirði í 1. deild kvenna í dag.

Eftir jafnan fyrsta leikhluta, sem fór 19-20 fyrir Grindavík, þá stungu gestirnir af í öðrum leikhluta sem þær unnu 8-27. Þótt jafnræði væri með liðunum í síðustu tveimur leikhlutunum þá minnkaði munurinn ekki og Grindavík fór að lokum með 71-91 sigur af hólmi.

Bestar hjá heimakonum voru Olivia Crawford með 26 stig, 7 fráköst og 5 stolna bolta, Sara Newman með 12 stig og 7 fráköst og Linda Marín Kristjánsdóttir með 12 stig og 5 fráköst.

Hjá Grindavík var Hulda Björk Ólafsdóttir með 30 stig, Hekla Eik Nökkvadóttir með 26 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar, Sædís Gunnarsdóttir með 10 stig og Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 7 stig og 16 fráköst.

Næsti leikur Grindavíkur er á móti Ármanni næstkomandi þriðjudag en Vestri mætir næst ÍR á laugardaginn eftir viku.

Tölfræði leiksins