Grindvíkingar í æfingahópum hjá yngri landsliðum

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Landsliðsþjálfarar yngri landsliða Íslands í körfuknattleik hafa valið æfingahópa sína fyrir komandi mót.  Nokkrir krakkar úr Grindavík eru í þessum hópum

 

U16 og U18 liðin fara á Norðurlandamótið í Solna í Svíþjóð og U15 ára liðin fara á alþjóðlegt mót í Kaupmannahöfn. 
Í kjölfarið fara síðan U16 stúlkna og U18 karla í Evrópukeppnir næsta sumar.

Í U-18 drengja karla er Kjartan Helgi Steinþórsson og Yngibjörg Yrsa Ellertsdóttir í U-18 kvenna.

Hilmir Kristjánsson Jón Axel Guðmundsson og Hinrik Guðbjartsson eru í U-16 hóp drengja og Julia Lane Figeroa Sicat og Rannveig María Björnsdóttir í U-16 stúlkna.

Grindavík á einn fulltrúa í U-15 stúlkna en það er Ingibjörg Sigurðardóttir en í U-15 drengja eru 5 strákar úr Grindavík: 
Aðalsteinn Már Pétursson, Aron Friðriksson, Hilmir Kristjánsson, Ingvi Guðmundsson  og Kristófer Rúnar Ólafsson