Gleðilegt ár

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur óskar öllum Grindvíkingum og öðrum, gleðilegs nýs árs og þakkar stuðninginn undanfarin ár.

Þetta ár mun vonandi verða GLEÐILEGT…….

Seinni hálfleikur er u.þ.b. að hefjast en við etjum kappi við nágranna okkar úr Njarðvík á fimmtudagskvöld á heimavelli í Iceland Express deildinni en það kvöld verður heil umferð leikin.

Eins og kunnugt er fórum við inn í jólafríið með efsta sætið í Iceland Express deildinni í farteskinu auk þess sem annar titill tímabilsins var þá þegar mættur í paradísina líka.  Ansi vel að verki staðið myndi einhver segja….

En þetta efsta sæti fyrir jól + þessir 2 titlar sem komnir eru í hús, telja ansi lítið þegar litið er á heildarmyndina….

Á sama tíma fyrir ári síðan vorum við í efsta sæti ef ég man rétt, hið minnsta vorum við ekki fjarri því! Rétt fyrir jólafrí höfðum við rúllað verðandi tvöföldum meisturum KR upp á heimavelli og enduðum fyrir jólafrí á að leika kaflaskiptan leik sem vannst á móti Keflavík.  Upprúllun þegar við vorum með hugann við verkefnið en um leið og gamla værukærðin tók yfirhöndina þá gengu Keflvíkingar næstum því á lagið  Tímabilið hafði byrjað mjög vel og báðir erlendu leikmennirnir okkar léku við hvurn sinn fingur (Andre Smith og Ryan Pettinella)  Andre Smith lenti svo í þeirri ótrúlegu óheppni að mamma hans og systir veiktust báðar og hann varð að fara heim.  Í staðinn kom kappi (Jeremy Kelly) sem ég hafði gríðarlegt álit á og hefði verið gaman að sjá þann töffara með okkur alla leið!  Hvernig hefði tímabilið þá endað??????  Ég á endalaust eftir að velta því fyrir mér!

Svo minn punktur er þessi; tímabiið er bara rétt hálfnað og ekki er á vísan að róa!  Við gætum lent í meiðslum (eða veikindum skyldmenna….) og allt í einu gæti tímabilið bara fuðrað upp!  

En ef við fáum bara eðlilegt landslag til að glíma við, þá er himinn einfaldlega takmarkið…. (ég veit, döpur þýðing….)  Við erum með gríðarlega flott lið í höndunum og það á bara að geta orðið betra.  Gleymum ekki að einn besti Íslendingur deildarinnar, Paxel er búinn að vera frá í mánuð og ætti að mæta dýrvitlaus og heill til leiks á nýju ári og það kæmi mér ekki á óvart ef nautið Bullock á ekki eftir að bæta vel í það sem eftir lifir tímabils.  Þar fer alger atvinnumaður sem hugsar um það eitt að verða sem bestur!  Giordan er sömuleiðis frábær en ég hef alltaf á tilfinningunni að hann geti mun meira en hann gerir…..  (segi ég eftir stórleik kappans á móti Snæfelli rétt fyrir jól…..)  En í þeim leik t.d. hafði hann hægt um sig þar til lítið lifði venjulegs leiktíma en tók þá leikinn yfir!  Með þessa tvo frábæru Kana og okkar mjög svo öflugu Íslendingasveit, ég segi bara vá!!!!

Stuðningur STUÐNINGSMANNA er mjög mikilvægur og verðum við að reyna bæta við tönn!  Framundan eru eintómir mikilvægir leikir, fyrst Njarðvík á fimmtudaginn og svo stórleikur 16-liða úrslita Powerade-bikarsins (aðal bikarinn) á móti KR í DHL-höll þeirra KR-inga.  Sá leikur er annað hvort á sunnudaqinn eða mánudaginn.  KR-ingar mæta þar til leiks með 2 nýja Kana og verður mjög spennandi að sjá hvernig okkur mun reiða af gegn þeim.

Áfram Grindavík!