Grindavík áfram í bikarnum, ÍG úr leik

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík er komið í 16-liða úrslit Powerade bikarsins eftir sigur á Haukum 95-59. ÍG hefur hinsvegar lokið þáttöku eftir nokkuð stórt tap gegn Njarðvík

Leikirnir fóru fram í Röstinni í gær.  ÍG mætti þar ofjörlum sínum úr Njarðvík enda gestirnir í deild fyrir ofan og lykilmaður ÍG frá þar sem hann var að undibúa lið sitt fyrir leikinn seinna um daginn gegn Haukum.  Fótboltamenn vantaði einnig og voru því ÍG bara með 8 manna hóp. 

Skemmst er frá því að segja að Njarðvík sigraði örugglega 55-118.  En einn mjög athyglisverður punktur frá leiknum.  Guðmundur Bragason, besti leikmaður Íslands fyrr og síðar, var með 16 stig og 21 fráköst. Og það nokkrum árum eftir að hann “lagði skónna á hilluna” og gegn úrvalsdeildarliði.

Seinni leikur dagsins var á milli Grindavík og Hauka. Mættust þar Helgi Jónas Guðfinnsson(190 leikir fyrir UMFG) og Pétur Guðmundsson(298 leikir fyrir UMFG) með lið sín.

Grindavík sigraði þennan leik örugglega 95-59 þar sem útlendingarnir okkar voru stigahæstir. Gestirnir byjuðu betur en Grindavík tók forystuna á 10 mínútu og bætti í það sem eftir lifði leiks.