Dósasöfnun Körfuknattleiksdeildar um næstu helgi UMFG

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Vakin er athygli á því að Körfuknattleiksdeildin mun fara í sína árlegu dósasöfnun um næstu helgi (14. eða 15. janúar) og því eru vellunnarar beðnir um veita dósunum sínum húsaskjól þangað til við komum og losum ykkur við þær.  Planið var að koma á morgun sunnudag en sökum veðurspár og færðar, var ákveðið að ganga í verkið eftir viku.

Minni í leiðinni rétt á stórleikinn í bikarnum á mánudagskvöldið á móti KR í DHL-höllinni.  Meira um þann leik síðar.

Áfram Grindavík