Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum í dag er Ryan Pettinella kominn heim til Grindavíkur, þar sem honum líður best 🙂 Planið var að mæta óvænt með hann í leikinn á morgun á móti Keflavík en það var eftir á að hyggja bjartsýni mikil. Fyrst skal það tekið fram að sögusagnir þess efnis að pabbi Ryans komi að þessu …
Bikarleikir í vikunni
Margir áhugaverðir leikir eru hjá yngri flokkunum í körfuknattleik í vikunni. Það er bikarkeppnin sem ræður ríkjum þessa dagana og munu eftirfarandi leikir fara fram á næstu dögum: Flokkur Lið Dagsetning 10.flokkur drengja Grindavík – Stjarnan 16.jan klukkan 19:00 10.flokkur stúlkna Grindavík – Njarðvík 17.jan klukkan 18:00 9.flokkur drengja Grindavík – Njarðvík 18.jan klukkan 20:00 Drengjaflokkur Grindavík – Skallagrímur 20.jan …
Dósasöfnun
Vegna vonsku veðurs um síðustu helgi var hinni árlegu dósasöfnun körfuboltans frestað. Hún verður hinsvegar núna á sunnudaginn. Þá munu leikmenn meistaraflokks karla og kvenna ganga í hús og safnadósum og flöskum. Ef fólk er ekki heima er ekki mikið mál að henda bóka/bókum útfyrir og við hirðum þá við komu. Þetta hefur verið stór liður í fjáröflun deildarinnar undanfarin ár. …
ÍG – ÍA í kvöld
ÍG tekur á móti ÍA í 1.deild karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram hér í Grindavík. Fyrir leikinn er ÍA í fimmta sæti en ÍG í því sjöunda með 8 stig eftir 10 leiki. Stigahæsti leikmaður skagamanna er Terrence Watson en Dagur Þórisson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, er einnig ofarlega á lista.
Stjörnuleikurinn á morgun
Stjörnuleikur KKÍ fer fram í Grafarvogi á morgun, laugardaginn 14.janúar, og hefst veislan klukkan 14:00 Grindavík á fjölmarga þáttakendur í leiknum og viðburðum tengdum honum. Í stjörnuleiknum sjálfum eru þrír frá Grindvík í byrjunarliði landsbyggðarinnar en það eru Giordan Watson, Sigurður Gunnar Þorsteinsson og J‘Nathan Bullock en aðrir í byrjunarliðinu eru Magnús Þór Gunnarsson frá Keflavík og Jón Ólafur Jónsson úr Snæfelli. Þjálfari liðsins …
Frábært comeback og 2. leikja forskot!
Það var eflaust beigur í mörgum fyrir leik kvöldsins á móti Stjörnunni sem vermdi 2. sætið í Iceland Express deildinni, einungis 1 sigurleik frá okkur. Við töpuðum hinum stóra leik á móti KR á mánudagskvöldið og margir héldu kannski að sú vonbrigði myndu sitja í okkar mönnum. Aldeilis ekki!! Við hreinlega rúlluðum Stjörnumönnum upp og hefði ekki verið fyrir nettan …
Dregið í 8-liða bikar kvenna
Í dag var dregið í 8-liða úrslit í bikarkeppni kvenna. Grindavík var í pottinum og fær drógst á móti Stjörnunni, leikurinn fer fram 21- 23 janúar. Bæði liðin eru í 1.deild þar sem þau verma toppsætin, Grindavík í því fyrsta. Liðin mættust fyrir mánuði í deildinni þar sem Grindavík fór með sigur af hólmi, 76-53. Aðrir leikir í bikarkeppni kvenna …
Stærsti leikur tímabilsins hingað til!!!
Stærsti leikur tímabilsins til þessa verður leikinn í kvöld en þá mætum við tvöföldum meisturum síðasta árs, KR í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins. Leikurinn fer fram í DHL-höll þeirra KR-inga og hefst kl. 19:15. KR-ingar ætla sér að fylla húsið og því ríður á að Grindvíkingar fjölmenni og mæti snemma. OG LÁTI Í SÉR HEYRA!!! KR mætir til leiks með gjörbreytt …
KR-ingar gera sig klára!
KR-ingar mega eiga það að öll umgjörð í kringum þeirra klúbb er glæsileg og mættu öll lið taka þá sér til fyrirmyndar. Á þessu youtube myndbandi má sjá viðtal sem Böðvar Guðjónsson, formaður KR tekur við Hreggvið Magnússon og báða nýju Kanana. KR-ingar ætla greinilega að tjalda öllu sínu fyrir þennan stórleik 16-liða úrslita Powerade bikarsins og ljóst að við …
Dósasöfnun Körfuknattleiksdeildar um næstu helgi UMFG
Vakin er athygli á því að Körfuknattleiksdeildin mun fara í sína árlegu dósasöfnun um næstu helgi (14. eða 15. janúar) og því eru vellunnarar beðnir um veita dósunum sínum húsaskjól þangað til við komum og losum ykkur við þær. Planið var að koma á morgun sunnudag en sökum veðurspár og færðar, var ákveðið að ganga í verkið eftir viku. Minni …