Leikur okkar manna við Tindastól hefur verið færður fram um einn dag. Leikurinn verður spilaður fimmtudaginn 9.feb í stað föstudagsins 10 feb. Leikurinn er eins og allir aðrir mikilvægur í baráttu strákanna í að tryggja sér efsta sæti I-Ex deildarinnar. Tindastólsmenn eru með hörku lið og tryggðu sér um liðna helgi í úrslit bikarsins. Ljóst er að mikil barátta verður …
Bullock leikmaður 14. umferðar
J’Nathan Bullock var að sjálfsögðu kjörinn leikmaður 14. umferðar Iceland Express deildar karla hjá karfan.is Bullock fær því nafnbótina Gatorade leikmaður umferðarinnar. 53 framlagsstigin sem hann fékk fyrir leikinn gegn ÍR er það mesta sem nokkur leikmaður hefur fengið á tímabilinu. Stigin fékk hann fyrir 51 skoruð stig, 14 fráköst. Þess má geta að Bullock var einnig kjörinn Gatorade leikmaður …
ÍR 89 – Grindavík 90
Grindavík sigraði ÍR í 14. umferð Iceland Express deildarinnar í gær. Heimamenn í ÍR voru yfir nær allan leikinn en það eru stigin í lok leiks sem gilda. Grindavík er þar með búið að vinna 13 af 14 leikjum í deildinni og eru með gott forskot í efsta sæti. J’Nathan Bullock átti sannkallaðan stórleik þar sem hann skoraði 51 stig …
Bullock……………
Smá aukapistill eftir leik gærkvöldsins, eins viturlegur og hann getur orðið m.v. að ég var ekki viðstaddur en sem fyrr takið þið vonandi viljann fyrir verkið 🙂 Ekki þarf að orðlengja mikið um þennan leik. J´nathan Bullock átti hann nánast allan frá a – ö! Aldeilis ótrúlegar tölur hjá honum, 51 stig og 14 fráköst…… Hann bar liðið greinilega algerlega …
Æfingagjöld UMFG 2012
Æfingagjöld UMFG 2012 Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2012 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Innheimtuseðlar verða gjaldfærðir í heimabanka foreldra og verður æfingagjaldinu skipt upp í tvo hluta janúar-júní og júlí-desember 2012. Ef æfingagjöld fyrir 2011 hafa ekki verið greidd þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMFG. …
ÍR – Grindavík í kvöld
Grindavík gerir sér ferð í Breiðholt í kvöld þar sem þeir mæta ÍR í 14. umferð Iceland Express deild karla. Fyrir leikinn er Grindavík efst með 24 stig en ÍR í því sjöunda með 12 stig. Í síðasta heimaleik ÍR sigruðu þeir Fjölni 107-97 en töpuðu fyrir Þór í síðustu umferð 76-88. Besti leikmaður ÍR hingað til er Nemanja Sovic …
Grindavík 107 – Fjölnir 73
Grindavík er komið með 6 stiga forystu á toppi Iceland Express deildar karla eftir sigur á Fjölni. Leikurinn var liður í 13. umferð deildarinnar og er Grindavík þar með búið að vinna 12 af leikjunum í deildinni. Stjarnan og Keflavík eru í öðru til þriðja sæti með 9 sigra og 4 töp. Grindavík komst yfir í byrjun leiks og …
Jí ha!!!!!!!!!!!
Björn Steinar tryggði okkur glæsilegan sigur með 3. stiga skoti þegar skammt lifði leiks á móti Keflavík á útivelli í kvöld og þar með höfum við 3. leikja forystu í deildinni, þökk sé flottum sigri Bárðar Eyþórssonar og lærisveina hans í Tindastóli á móti Stjörnunni á útivelli! Af live stat-inu að dæma var þessi leikur hnífjafn allan tímann fyrir utan …
Ryan Pettinella kemur aftur
Ryan Pettinella er nýjasti leikmaður Grindavíkur. Ryan spilaði með liðinu í fyrra við góðan orðstír þar sem hann skoraði 14.6 stig að meðaltali í leik og tók 11.3 fráköst. Auk þess að spila með liðinu var hann liðtækur í að aðstoða við þjálfun yngri flokka þar sem hann var mjög vinsæll meðal yngstu iðkenndanna. Það var nokkuð óvænt að nafn Ryans …
Helgi Jónas verðlaunaður
Verðlaunaafhendingin fyrir bestu frammistöðuna í fyrri umferð í Iceland Express deild karla fór fram í dag. Heiðraðir voru þeir sem þóttu hafa skarað fram úr í fyrstu 11 leikjunum í Iceland Express-deildinni. Þess ber helst að geta að Helgi Jónas Guðfinnsson var valinn besti þjálfarinn enda Grindavík á toppi deildarinnar. En Grindavík á engan leikmann í liði fyrri umferðarinnar sem …