Mikið um að vera á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Leikur okkar manna við Tindastól hefur verið færður fram um einn dag. Leikurinn verður spilaður fimmtudaginn 9.feb í stað föstudagsins 10 feb.

Leikurinn er eins og allir aðrir mikilvægur í baráttu strákanna í að tryggja sér efsta sæti I-Ex deildarinnar. Tindastólsmenn eru með hörku lið og tryggðu sér um liðna helgi í úrslit bikarsins. Ljóst er að mikil barátta verður á Króknum og allt lagt í sölurnar. Leikurinn hefst kl 1915 að vanda og verður sýndur beint á netinu. (http://www.tindastoll.is/index.php?pid=1972)

Stelpurnar spila líka á fimmtudaginn. Þær fara í Garðabæ og leika þar við Stjörnuna. Um úrslitaleik er að ræða um hvort liðið tryggir sér heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Stjörnustúlkur höfðu betur í bikarleik liðanna í janúar. Stelpurnar eiga því harma að hefna.

Áfram Grindavík.