ÍR – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík gerir sér ferð í Breiðholt í kvöld þar sem þeir mæta ÍR í 14. umferð Iceland Express deild karla.

Fyrir leikinn er Grindavík efst með 24 stig en ÍR í því sjöunda með 12 stig.  Í síðasta heimaleik ÍR sigruðu þeir Fjölni 107-97 en töpuðu fyrir Þór í síðustu umferð 76-88.  Besti leikmaður ÍR hingað til er Nemanja Sovic sem leiðir liðið bæði í fjölda stiga og fjölda frákasta.

Heil umferð verður spiluð í kvöld þar sem aðrir leikir eru:

Fjölnir – Tindastóll
Keflavík – Valur
Stjarnan – Haukar
Njarðvík – KR

Snæfell – Þór Þorlákshöfn