Bullock leikmaður 14. umferðar

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

J’Nathan Bullock var að sjálfsögðu kjörinn leikmaður 14. umferðar Iceland Express deildar karla hjá karfan.is

Bullock fær því nafnbótina Gatorade leikmaður umferðarinnar.  53 framlagsstigin sem hann fékk fyrir leikinn gegn ÍR er það mesta sem nokkur leikmaður hefur fengið á tímabilinu.  Stigin fékk hann fyrir 51 skoruð stig, 14 fráköst.

Þess má geta að Bullock var einnig kjörinn Gatorade leikmaður 12. umferðar þegar hann skoraði 33 stig og tók 19 fráköst gegn Keflavík.