Watson……

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í síðasta leik á móti ÍR bar mest á J´nathan Bullock sem skoraði 51 stig, Giordan Watson tók við keflinu í kvöld á móti Tindastóli og setti 40 stig og var víst algerlega óstöðvandi í tiltölulega öruggum sigri okkar manna, 96-105.

Ég var sem fyrr, ekki á leiknum en sá fyrri hálfleikinn að mestu leyti á netinu og vil hrósa Tindastólsmönnum fyrir það framtak.  Auk þess hef ég smá “inside” upplýsingar eftir spjall við báða þjálfara eftir leik og vonandi verður því eitthvað vit í þessum pistli

Helgi Jónas sagði mér að við hefðum leikið mjög vel fyrstu 3 leikfjórðungana en sem fyrr hafi gamall værukærðardraugur kíkt í heimsókn og hleypt leiknum í nett uppnám í lokin.  Tindastóll komst þó aldrei almennilega að okkur og minnstur fór munurinn í ca 7 stig.  Helgi sagði að allir hefðu staðið sína plikt í kvöld en Giordan Watson hefði að öðrum ólöstuðum verið maður leiksins.  Hann var algerlega óstöðvandi en auk stigaanna 40 gaf hann 7 stoðsendingar og stal 3 boltum.  Hann hitti úr 10/15 2-stiga skotum sínum og 4/6 3-stiga, ágætis nýting það….  Þegar hann er svona “deadly” fyrir utan er hann einfaldlega óstöðvandi því hann er það snöggur og með það góða boltatækni.  Það litla sem ég hef séð af Watson þá finnst mér hann alltaf eiga að geta verið svona en stundum virðist hann detta niður en kannski er mín körfuboltaspeki ekki nægilega djúp til að átta mig á hvort hann er að gera aðra góða hluti þá fyrir liðið.  En það er ekki amalegt að vita af því að þetta býr í honum.

Sjóhundurinn fyrrverandi af Hrafni Sveinbjarnarsyni og sjarmatröllið, Bárður Eyþórsson tók í raun í sama streng og Helgi varðandi Watson, sagði að hann hefði verið algerlega óstöðvandi.  Bárður viðurkenndi að hans menn hefðu einfaldlega mætt ofjörlum sínum í kvöld.

5 leikmenn skoruðu 10 stig eða meira í kvöld: (Bullock 22 stig, 7 fráköst og 5 stolnir, Siggi Þorsteins 15 stig og Lalli og Palli með 10 stig hvor).  Ryan Pettinella sneri aftur til leiks og var með 6 fráköst.

Áfram heldur baráttan og næst koma vinningslausir Valsmenn sem verma botnsætið, í heimsókn.  Leikurinn er á mánudagskvöld og hefst kl. 19:15.

Áfram Grindavík!